Toblerone-jólaterta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 11:00 Toblerone jólaterta Mynd/Eva Laufey Nú styttist í hátíðarnar og er kökusnillingurinn Eva Laufey auðvitað byrjuð að gefa hugmyndir af girnilegum uppskriftum. Þessi terta er frábær á veisluborðið en einnig dásamlegur helgarbakstur svo það er algjör óþarfi að bíða fram að jólum með að prófa hana. Toblerone marengstertaFyrir 8 til 10Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Mynd/Eva Laufey Toblerone kremið góða 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð: Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum. Fleiri uppskriftir frá Evu Laufey má finna á síðunni hennar og hér á Vísi. Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið
Nú styttist í hátíðarnar og er kökusnillingurinn Eva Laufey auðvitað byrjuð að gefa hugmyndir af girnilegum uppskriftum. Þessi terta er frábær á veisluborðið en einnig dásamlegur helgarbakstur svo það er algjör óþarfi að bíða fram að jólum með að prófa hana. Toblerone marengstertaFyrir 8 til 10Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Mynd/Eva Laufey Toblerone kremið góða 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð: Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer smátt saxað súkkulaði út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. Skreytið kökuna með ferskum berjum og nokkrum súkkulaðibitum. Fleiri uppskriftir frá Evu Laufey má finna á síðunni hennar og hér á Vísi.
Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Tengdar fréttir Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið
Piparkökubollakökur með karamellukremi Mæðgurnar Eva Laufey og Ingibjörg Rósa bökuðu í Íslandi í dag. 21. nóvember 2019 09:00