Bændurnir á Brekkum í Mýrdal, þau Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, voru með þeim fyrstu í sveitinni til að færa sig alfarið yfir í ferðaþjónustu fyrir aldarfjórðungi en þau hættu kúabúskap.
„Þetta fór illa saman,“ segir Steinþór.
„Það var ekki bæði hægt að mjólka og elda matinn. Það bara gekk ekki upp,“ segir Margrét Ebba.
Hótelið þeirra, Hótel Dyrhólaey, er núna það stærsta í Mýrdalshreppi, með 150 herbergjum og tugum erlendra starfsmanna.

„Hefðbundinn búskapur er að lognast út af hér. Þannig að menn lifa hér orðið að stærstum hluta á ferðamanninum. Það er hann sem skiptir okkur öllu máli hér í dag,“ segir veitingahússeigandinn Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti.
Fimmtán erlendir starfsmenn veitingahússins búa í smáhýsum á jörðinni.
„Maður þekkir varla orðið annan hvern mann, sko. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af útlendingum sem búa hér, sem eru að vinna hér á hótelunum og svoleiðis,“ segir Guðni.

„En nú höfum við séð bara alveg ótrúlega uppbyggingu hérna á þessu svæði, sem er auðvitað bara gott,“ segir oddvitinn.
Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru ekki í ferðaþjónustu.
„Nei, ekkert svoleiðis,“ segir kúabóndinn Gunnar Þormar Þorsteinsson.
„Ein af þeim fáu sem eru ekki í ferðaþjónustu,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir.
Hér verða þó áfram veðurathuganir, - nafn Vatnsskarðshóla mun áfram heyrast í veðurfregnum.
„Já, já. Úrkoma í grennd,“ segir Gunnar og hlær.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: