Skilnaðarferlið er tæki ofbeldismanna Kristinn Haukur guðnason skrifar 26. nóvember 2019 06:45 Frá Ljósagöngu UN Women í gær sem nú beindist að ofbeldi á vinnustöðum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kynjafræðingurinn Jenný Valberg starfar í Kvennaathvarfinu og gerði nýlega rannsókn á heimilisofbeldi. Þar tók hún viðtöl við bæði íslenskar og erlendar konur og ræddi meðal annars reynsluna af skilnaði og sáttameðferð. Þá hefur Jenný einnig persónulega reynslu, en hún gekk í gegnum skilnað eftir ofbeldissamband og þurfti að ganga í gegnum sáttameðferð. Hún segir þolendur í mjög slæmri stöðu þegar kemur að því að skilja, sérstaklega erlendar konur sem hafa hvorki bakland né vitneskju um réttindi sín. „Ofbeldið hættir oft ekki eftir sáttameðferð,“ segir Jenný. „Konur koma oft í viðtöl jafnvel árum eftir skilnað af því að málum er ekki lokið.“ Mikil umræða er um að fella skyldu til sáttameðferðar eftir skilnað niður og átta þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis. Þá hefur Ísland einnig skrifað undir Istanbúl-samninginn svokallaða þar sem bann er lagt við slíkri skyldu. Jenný segir að skilnaðarferlið sé notað af ofbeldismönnum, þeir neiti að ganga frá umgengnis-, forræðis- og eignaskiptasamningum. Á meðan er ekki hægt að sækja fjárhagslegan stuðning eins og meðlag, barnabætur og húsaleigubætur. Fordæmi eru fyrir því að þetta hafi gengið í nokkur ár.Jenný Valberg hefur rannsakað heimilisofbeldi og starfar í Kvennaathvarfinu.„Þolendur ofbeldis eru skikkaðir í sáttameðferð á versta tíma, þegar gerandinn er hættulegastur og hann finnur að hann er að missa tökin og gerir allt til að halda þeim,“ segir Jenný. Nefnir hún svokallaða gasljóstrun í því samhengi, áralangt andlegt ofbeldi þar sem gerandi fær þolanda til að efast um eigin skilning og minningar. „Kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi er í slæmri stöðu þegar hún kemur inn í herbergið og þarf að mæta gerandanum. Hún þekkir allar hans hreyfingar og augngotur og veit hvað þær þýða. Það er enginn sem passar upp á hana þegar hún gengur út úr herberginu. Því reynir þolandi að segja ekkert í sáttameðferð sem getur ógnað öryggi hennar og barnanna þar sem þarna er verið að reyna að semja um forsjá og umgengni og algengt er að ofbeldismenn noti börnin til að halda ofbeldinu áfram.“ Jenný nefnir að sáttameðferð hefjist þegar enn hefur ekki verið gengið frá fjárskiptum og það hafi áhrif á hegðunina. Hún segir konur reyna að „haga sér vel“ því að mikið sé í húfi fyrir þær og börnin. Oft flýi þær af heimilum, eignir séu skráðar á eiginmenn en skuldir á þær. „Oft eru þetta konur frá Asíu eða Afríkulöndum sem hafa ekkert félagslegt bakland hér. Sumar eru á heimilunum og fá ekki að vinna, eða vinna einhvers staðar en skilja ekki tungumálið. Eiginmaðurinn hefur það vald að mata þær af upplýsingum, oft röngum, eins og að konur af erlendum uppruna fái aldrei að halda börnunum við skilnað,“ segir Jenný. „Þegar þessar konur mæta í sáttameðferð fá þær ekki einu sinni túlk, þar sem sýslumaður þarf ekki að útvega hann, heldur þurfa að greiða fyrir þjónustuna sjálfar. Margar hafa ekki fjárhagslega burði til að gera það. Oft jánka þær öllu og skrifa undir hvað sem er, til að klára málið.“ Annað vandamál er staða þessara kvenna gagnvart Útlendingastofnun, það er konur sem ekki hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Hægt er að sækja um ríkisborgararétt eftir skilnað ef viðkomandi er með atvinnuleyfi. „En ef kona hefur ekki atvinnuleyfi og getur ekki unnið hangir það á eiginmanninum að skrifa undir að hann hyggist framfleyta henni,“ segir Jenný og setur upp dæmigerða sögu. „Maður fer út, kynnist þar konu, sýnir sínar bestu hliðar og fær traustið frá henni og fjölskyldu hennar. Eftir giftingu flytja þau hingað og þá kemur hin hliðin í ljós.“ Oft séu mennirnir miklu eldri en þær og jafnvel í mikilli áfengisneyslu. Þær reyni að koma upp heimili en ef þær segi eitthvað sem þeim mislíkar sé þeim refsað. Jenný segir að mörg þessi mál upplýsist ekki fyrr en nágranni hringi á lögregluna þar sem konur þekkja ekki rétt sinn. „Lögreglunni finnst þessi mál oft svo erfið því að konan er tvístígandi um hvað hún vill gera. Þær virðast frjósa en þær eru að vega og meta hvernig best sé að tryggja öryggi fyrir sig og börnin sín.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Kynjafræðingurinn Jenný Valberg starfar í Kvennaathvarfinu og gerði nýlega rannsókn á heimilisofbeldi. Þar tók hún viðtöl við bæði íslenskar og erlendar konur og ræddi meðal annars reynsluna af skilnaði og sáttameðferð. Þá hefur Jenný einnig persónulega reynslu, en hún gekk í gegnum skilnað eftir ofbeldissamband og þurfti að ganga í gegnum sáttameðferð. Hún segir þolendur í mjög slæmri stöðu þegar kemur að því að skilja, sérstaklega erlendar konur sem hafa hvorki bakland né vitneskju um réttindi sín. „Ofbeldið hættir oft ekki eftir sáttameðferð,“ segir Jenný. „Konur koma oft í viðtöl jafnvel árum eftir skilnað af því að málum er ekki lokið.“ Mikil umræða er um að fella skyldu til sáttameðferðar eftir skilnað niður og átta þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis. Þá hefur Ísland einnig skrifað undir Istanbúl-samninginn svokallaða þar sem bann er lagt við slíkri skyldu. Jenný segir að skilnaðarferlið sé notað af ofbeldismönnum, þeir neiti að ganga frá umgengnis-, forræðis- og eignaskiptasamningum. Á meðan er ekki hægt að sækja fjárhagslegan stuðning eins og meðlag, barnabætur og húsaleigubætur. Fordæmi eru fyrir því að þetta hafi gengið í nokkur ár.Jenný Valberg hefur rannsakað heimilisofbeldi og starfar í Kvennaathvarfinu.„Þolendur ofbeldis eru skikkaðir í sáttameðferð á versta tíma, þegar gerandinn er hættulegastur og hann finnur að hann er að missa tökin og gerir allt til að halda þeim,“ segir Jenný. Nefnir hún svokallaða gasljóstrun í því samhengi, áralangt andlegt ofbeldi þar sem gerandi fær þolanda til að efast um eigin skilning og minningar. „Kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi er í slæmri stöðu þegar hún kemur inn í herbergið og þarf að mæta gerandanum. Hún þekkir allar hans hreyfingar og augngotur og veit hvað þær þýða. Það er enginn sem passar upp á hana þegar hún gengur út úr herberginu. Því reynir þolandi að segja ekkert í sáttameðferð sem getur ógnað öryggi hennar og barnanna þar sem þarna er verið að reyna að semja um forsjá og umgengni og algengt er að ofbeldismenn noti börnin til að halda ofbeldinu áfram.“ Jenný nefnir að sáttameðferð hefjist þegar enn hefur ekki verið gengið frá fjárskiptum og það hafi áhrif á hegðunina. Hún segir konur reyna að „haga sér vel“ því að mikið sé í húfi fyrir þær og börnin. Oft flýi þær af heimilum, eignir séu skráðar á eiginmenn en skuldir á þær. „Oft eru þetta konur frá Asíu eða Afríkulöndum sem hafa ekkert félagslegt bakland hér. Sumar eru á heimilunum og fá ekki að vinna, eða vinna einhvers staðar en skilja ekki tungumálið. Eiginmaðurinn hefur það vald að mata þær af upplýsingum, oft röngum, eins og að konur af erlendum uppruna fái aldrei að halda börnunum við skilnað,“ segir Jenný. „Þegar þessar konur mæta í sáttameðferð fá þær ekki einu sinni túlk, þar sem sýslumaður þarf ekki að útvega hann, heldur þurfa að greiða fyrir þjónustuna sjálfar. Margar hafa ekki fjárhagslega burði til að gera það. Oft jánka þær öllu og skrifa undir hvað sem er, til að klára málið.“ Annað vandamál er staða þessara kvenna gagnvart Útlendingastofnun, það er konur sem ekki hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Hægt er að sækja um ríkisborgararétt eftir skilnað ef viðkomandi er með atvinnuleyfi. „En ef kona hefur ekki atvinnuleyfi og getur ekki unnið hangir það á eiginmanninum að skrifa undir að hann hyggist framfleyta henni,“ segir Jenný og setur upp dæmigerða sögu. „Maður fer út, kynnist þar konu, sýnir sínar bestu hliðar og fær traustið frá henni og fjölskyldu hennar. Eftir giftingu flytja þau hingað og þá kemur hin hliðin í ljós.“ Oft séu mennirnir miklu eldri en þær og jafnvel í mikilli áfengisneyslu. Þær reyni að koma upp heimili en ef þær segi eitthvað sem þeim mislíkar sé þeim refsað. Jenný segir að mörg þessi mál upplýsist ekki fyrr en nágranni hringi á lögregluna þar sem konur þekkja ekki rétt sinn. „Lögreglunni finnst þessi mál oft svo erfið því að konan er tvístígandi um hvað hún vill gera. Þær virðast frjósa en þær eru að vega og meta hvernig best sé að tryggja öryggi fyrir sig og börnin sín.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira