Hæpið að verkalýðshreyfingin geti verið stjórnmálaframboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. nóvember 2019 06:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur nefnt hugmyndir um stjórnmálaþátttöku VR. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði nýlega hugmyndir um að verkalýðshreyfingin stigi á svið flokkspólitíkur, annaðhvort með eigin framboðslista eða með styrkjum til flokka til að ná markmiðum hreyfingarinnar fram. Lögspekingar eru hins vegar ekki sannfærðir um að þetta samrýmist hlutverki hreyfingarinnar samkvæmt lögum. „Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hér ber að líta til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar Mannréttindasáttmálans um félagafrelsi. Gengið hafa dómar gegn Íslandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna þessa. Svo sem í máli Varðar Ólafssonar frá árinu 2010, er laut að gjöldum til Samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra samtaka til ýmissa pólitískra mála, svo sem aðildar að Evrópusambandinu. Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög sem slík geti ekki starfað sem stjórnmálaflokkar eða notað sjóði sína í framboð. „Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti,“ segir Elín. Aðspurð um hvort verkalýðsfélög gætu stofnað framboð á annarri kennitölu segir hún það hæpið. „Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman,“ segir Elín. Samkvæmt lögum nr. 17/2003 sé í báðum tilfellum um að ræða almenn félög og ekki skráningarskyld. „Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina.“ Hvað varðar að styrkja flokka telur Elín ekkert hindra að verkalýðshreyfingin geti gert það upp að vissu marki, eða 550 þúsundum samkvæmt lögum. Segir hún ekki vera lögbundna aðildarskyldu að stéttarfélögum, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þá þjónustu sem stéttarfélögin myndu annars veita, svo sem kjarasamningsgerð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði nýlega hugmyndir um að verkalýðshreyfingin stigi á svið flokkspólitíkur, annaðhvort með eigin framboðslista eða með styrkjum til flokka til að ná markmiðum hreyfingarinnar fram. Lögspekingar eru hins vegar ekki sannfærðir um að þetta samrýmist hlutverki hreyfingarinnar samkvæmt lögum. „Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hér ber að líta til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar Mannréttindasáttmálans um félagafrelsi. Gengið hafa dómar gegn Íslandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna þessa. Svo sem í máli Varðar Ólafssonar frá árinu 2010, er laut að gjöldum til Samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra samtaka til ýmissa pólitískra mála, svo sem aðildar að Evrópusambandinu. Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög sem slík geti ekki starfað sem stjórnmálaflokkar eða notað sjóði sína í framboð. „Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti,“ segir Elín. Aðspurð um hvort verkalýðsfélög gætu stofnað framboð á annarri kennitölu segir hún það hæpið. „Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman,“ segir Elín. Samkvæmt lögum nr. 17/2003 sé í báðum tilfellum um að ræða almenn félög og ekki skráningarskyld. „Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina.“ Hvað varðar að styrkja flokka telur Elín ekkert hindra að verkalýðshreyfingin geti gert það upp að vissu marki, eða 550 þúsundum samkvæmt lögum. Segir hún ekki vera lögbundna aðildarskyldu að stéttarfélögum, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þá þjónustu sem stéttarfélögin myndu annars veita, svo sem kjarasamningsgerð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira