Nú má meta stafræna hæfni á heimasíðu VR Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2019 06:30 VR vill að fólk skoði kunnáttu sína í stafrænum heimi. Nordicphotos/Getty „Þegar talað er um stafræna hæfni dettur fólki fyrst í hug að það snúist um að kunna rosalega vel á tölvur. En þetta snýst kannski frekar um að þú kunnir að beita þekkingunni og færninni á réttan hátt,“ segir Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR. VR hleypti í gær formlega af stokkunum verkefninu Stafræna hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfspróf sem allir geta tekið á netinu sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hjálpa félagsmönnum að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. „Við viljum líka ýta við fólki og láta það spyrja sig hvort það sé virkilega með góða stafræna hæfni. Þetta er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að endurskoða.“ Selma segir að verkefnið megi rekja til vinnu starfsmenntanefndar VR og starfsmenntastefnu félagsins. Síðan hafi þetta þróast út í samfélagslegt verkefni sem nýst getur öllum. „Þegar við fórum á stúfana og reyndum að finna með hvaða hætti við gætum komið til móts við félagsmenn okkar þá var kannski svolítið takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið danskan vef sem fjallar um stafræna hæfni. Um hafi verið að ræða Evrópuverkefni sem byggir á helstu þáttum sem ESB hafi skilgreint sem meginþætti stafrænnar hæfni. „Í staðinn fyrir að finna upp hjólið spurðum við hvort við gætum ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og farið í samstarf. Það var tekið mjög vel í það og núna er búið að þýða þetta yfir á íslensku og gera opið og aðgengilegt öllum.“ Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Selma viðurkennir hlæjandi að prófið, sem alls telur 63 spurningar, sé leiðinlega langt. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þú ert ekkert að taka neitt rosalega oft. Þú þarft svolítið að hugsa þetta og vera samkvæmur sjálfum þér til þess að fá eins raunhæfar niðurstöður og mögulegt er. Þá kannski sérðu eitthvað sem þú þarft að huga betur að,“ segir Selma. Hún segist sérstaklega ánægð með að fræðslusetrið Starfsmennt hafi fengið vilyrði um styrk til að útbúa námskeið til að fylgja niðurstöðum prófsins eftir. „Ef það eru einhverjir þættir sem ákveðinn hópur eða ákveðnir einstaklingar þurfa að skerpa á þá munum við í framtíðinni líka fá lausn til að koma til móts við þá.“ Hægt er að taka prófið á vef VR. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Þegar talað er um stafræna hæfni dettur fólki fyrst í hug að það snúist um að kunna rosalega vel á tölvur. En þetta snýst kannski frekar um að þú kunnir að beita þekkingunni og færninni á réttan hátt,“ segir Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR. VR hleypti í gær formlega af stokkunum verkefninu Stafræna hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfspróf sem allir geta tekið á netinu sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hjálpa félagsmönnum að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. „Við viljum líka ýta við fólki og láta það spyrja sig hvort það sé virkilega með góða stafræna hæfni. Þetta er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að endurskoða.“ Selma segir að verkefnið megi rekja til vinnu starfsmenntanefndar VR og starfsmenntastefnu félagsins. Síðan hafi þetta þróast út í samfélagslegt verkefni sem nýst getur öllum. „Þegar við fórum á stúfana og reyndum að finna með hvaða hætti við gætum komið til móts við félagsmenn okkar þá var kannski svolítið takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið danskan vef sem fjallar um stafræna hæfni. Um hafi verið að ræða Evrópuverkefni sem byggir á helstu þáttum sem ESB hafi skilgreint sem meginþætti stafrænnar hæfni. „Í staðinn fyrir að finna upp hjólið spurðum við hvort við gætum ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og farið í samstarf. Það var tekið mjög vel í það og núna er búið að þýða þetta yfir á íslensku og gera opið og aðgengilegt öllum.“ Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Selma viðurkennir hlæjandi að prófið, sem alls telur 63 spurningar, sé leiðinlega langt. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þú ert ekkert að taka neitt rosalega oft. Þú þarft svolítið að hugsa þetta og vera samkvæmur sjálfum þér til þess að fá eins raunhæfar niðurstöður og mögulegt er. Þá kannski sérðu eitthvað sem þú þarft að huga betur að,“ segir Selma. Hún segist sérstaklega ánægð með að fræðslusetrið Starfsmennt hafi fengið vilyrði um styrk til að útbúa námskeið til að fylgja niðurstöðum prófsins eftir. „Ef það eru einhverjir þættir sem ákveðinn hópur eða ákveðnir einstaklingar þurfa að skerpa á þá munum við í framtíðinni líka fá lausn til að koma til móts við þá.“ Hægt er að taka prófið á vef VR.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent