Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 78-70 Haukar | Keflavík með sigur í framlengingu Gabríel Sighvatsson skrifar 27. nóvember 2019 21:45 vísir/bára Keflavík og Haukar mættust í Dominos deild kvenna í Blue-höllinni í kvöld. Liðin voru einungis tveimur stigum frá hvoru öðru fyrir leikinn. Í fyrri hálfleik voru Haukar betri aðilinn en þegar tók að líða á leikinn varð Keflavík betra og náði liðið að jafna metin í 3. leikhluta. Í seinni hálfleik var vörnin allsráðandi og voru afar fá stig skoruð. Eftir 40 mínútna leik voru liðin jöfn og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fór Keflavík með sigur af hólmi eftir nokkur risa þriggja stiga skot. Keflavík vann þannig sinn 4. sigur í röð í deildinni.Af hverju vann Keflavík?Keflavík fann ekki alveg taktinn í 1. leikhluta og vantaði töluvert upp á framlagið frá þeirra erlenda leikmanni. Á endanum þá stigu aðrir leikmenn liðsins upp og gerðu það sem þurfti að gera. Þegar allt kom til alls þá voru Keflavíkurstúlkur skarpari í framlengingunni, þegar þær þurftu mest á því að halda.Hvað gekk illa?Það gekk afar illa fyrir bæði lið að skora í seinni hálfleik og þetta var algjör störukeppni milli tveggja sterkra varna. Þegar leikmenn komust í skot voru þau oftar en ekki að klikka á þeim og voru einungis rétt rúmlega 20 stig frá liðunum í síðari hálfleik.Hverjar stóðu upp úr?Nýi leikmaður Haukar, Randi Keonsha Brown var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en aðrir leikmenn voru með 15 eða færri. Hjá heimastúlkum endaði Daniela Wallen þó með 22 stig rétt eins og Katla Rún Garðarsdóttir og þá var Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 20 stig.Hvað gerist næst?Þetta var 4. sigur Keflavíkur í röð og þeirra annar gegn Haukum á þessu tímabili. Þær eru ennþá í 4. sæti og mæta Breiðablik í næsta leik. Haukar sitja enn á sama stað og fyrir lek í 5. sæti en þetta var jafnframt 4. tapleikur þeirra í röð sem er áhyggjuefni. Næsti leikur liðsins er gegn stigalausum Grindvíkingum.Jón Halldór: Ógeðslega stoltur af þeim„Þetta var ógeðslega flott. Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik og erlendi leikmaðurinn minn var gjörsamlega off í dag, fannst mér.“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „En þvílíkur karakter í þessum stelpum, ungu stelpurnar eins og Katla var stórkostleg, Emelía frábær, Þóranna frábær. Ég get talið þær upp.“ „Þessar stelpur eru allar að leggja í púkkið. Við erum með yngsta liðið í deildinni þótt við séum með sæmilega reynt lið og ég er ekkert smá ánægður með þessar stelpur.“ Jón Halldór var mjög ánægður með hvernig stelpurnar stigu upp í leiknum í dag. „Ég var ánægðastur með það að þegar einhver á „down“ leik eins og í dag, þá stigu aðrar upp. Það er eitthvað sem sýnir hversu gott liðið er í raun og veru. Ég er ógeðslega stoltur af þeim, þær stóðu sig frábærlega í dag og ég er í skýjunum!“ Í seinni hálfleik var mikið jafnræði með liðunum og hleyptu varnirnar fáum stigum í gegn. „Þetta snýst bara um það. Þeir sem þekkja mig sem þjálfara vita að ég legg rosalega mikla áherslu á að spila góða vörn. Ef þú spilar góða vörn þá gerast yfirleitt góðir hlutir. Minn helsti lærifaðir, Sigurður Ingimundur, sagði að það skipti engu máli hvernig sóknin spilar, það skiptir máli hvernig vörnin spilar.“ Leikurinn fór alla leið í framlengingu og hafði Jón Halldór ekki mikið að segja um það. „Katla gerði bara það sem ég átti ekki von á og hún kláraði þetta fyrir okkur,“ Þetta er 4. sigur Keflavíkur í röð og liðið er á svakalegu skriði. „Þetta er hluti af ferlinu, við gerðum eitthvað sem enginn átti von á í síðustu viku þegar við unnum KR. Þetta eru áþekk lið, Keflavík og Haukar, og við erum á pari við það sem er búið að vonast eftir. Nú er rosalega erfiður leikur gegn Breiðablik á sunnudag og við höfum fulla ástæðu til að koma þangað kokhraust.“ Dominos-deild kvenna
Keflavík og Haukar mættust í Dominos deild kvenna í Blue-höllinni í kvöld. Liðin voru einungis tveimur stigum frá hvoru öðru fyrir leikinn. Í fyrri hálfleik voru Haukar betri aðilinn en þegar tók að líða á leikinn varð Keflavík betra og náði liðið að jafna metin í 3. leikhluta. Í seinni hálfleik var vörnin allsráðandi og voru afar fá stig skoruð. Eftir 40 mínútna leik voru liðin jöfn og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fór Keflavík með sigur af hólmi eftir nokkur risa þriggja stiga skot. Keflavík vann þannig sinn 4. sigur í röð í deildinni.Af hverju vann Keflavík?Keflavík fann ekki alveg taktinn í 1. leikhluta og vantaði töluvert upp á framlagið frá þeirra erlenda leikmanni. Á endanum þá stigu aðrir leikmenn liðsins upp og gerðu það sem þurfti að gera. Þegar allt kom til alls þá voru Keflavíkurstúlkur skarpari í framlengingunni, þegar þær þurftu mest á því að halda.Hvað gekk illa?Það gekk afar illa fyrir bæði lið að skora í seinni hálfleik og þetta var algjör störukeppni milli tveggja sterkra varna. Þegar leikmenn komust í skot voru þau oftar en ekki að klikka á þeim og voru einungis rétt rúmlega 20 stig frá liðunum í síðari hálfleik.Hverjar stóðu upp úr?Nýi leikmaður Haukar, Randi Keonsha Brown var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en aðrir leikmenn voru með 15 eða færri. Hjá heimastúlkum endaði Daniela Wallen þó með 22 stig rétt eins og Katla Rún Garðarsdóttir og þá var Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 20 stig.Hvað gerist næst?Þetta var 4. sigur Keflavíkur í röð og þeirra annar gegn Haukum á þessu tímabili. Þær eru ennþá í 4. sæti og mæta Breiðablik í næsta leik. Haukar sitja enn á sama stað og fyrir lek í 5. sæti en þetta var jafnframt 4. tapleikur þeirra í röð sem er áhyggjuefni. Næsti leikur liðsins er gegn stigalausum Grindvíkingum.Jón Halldór: Ógeðslega stoltur af þeim„Þetta var ógeðslega flott. Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik og erlendi leikmaðurinn minn var gjörsamlega off í dag, fannst mér.“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „En þvílíkur karakter í þessum stelpum, ungu stelpurnar eins og Katla var stórkostleg, Emelía frábær, Þóranna frábær. Ég get talið þær upp.“ „Þessar stelpur eru allar að leggja í púkkið. Við erum með yngsta liðið í deildinni þótt við séum með sæmilega reynt lið og ég er ekkert smá ánægður með þessar stelpur.“ Jón Halldór var mjög ánægður með hvernig stelpurnar stigu upp í leiknum í dag. „Ég var ánægðastur með það að þegar einhver á „down“ leik eins og í dag, þá stigu aðrar upp. Það er eitthvað sem sýnir hversu gott liðið er í raun og veru. Ég er ógeðslega stoltur af þeim, þær stóðu sig frábærlega í dag og ég er í skýjunum!“ Í seinni hálfleik var mikið jafnræði með liðunum og hleyptu varnirnar fáum stigum í gegn. „Þetta snýst bara um það. Þeir sem þekkja mig sem þjálfara vita að ég legg rosalega mikla áherslu á að spila góða vörn. Ef þú spilar góða vörn þá gerast yfirleitt góðir hlutir. Minn helsti lærifaðir, Sigurður Ingimundur, sagði að það skipti engu máli hvernig sóknin spilar, það skiptir máli hvernig vörnin spilar.“ Leikurinn fór alla leið í framlengingu og hafði Jón Halldór ekki mikið að segja um það. „Katla gerði bara það sem ég átti ekki von á og hún kláraði þetta fyrir okkur,“ Þetta er 4. sigur Keflavíkur í röð og liðið er á svakalegu skriði. „Þetta er hluti af ferlinu, við gerðum eitthvað sem enginn átti von á í síðustu viku þegar við unnum KR. Þetta eru áþekk lið, Keflavík og Haukar, og við erum á pari við það sem er búið að vonast eftir. Nú er rosalega erfiður leikur gegn Breiðablik á sunnudag og við höfum fulla ástæðu til að koma þangað kokhraust.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti