Þingmenn sprungu úr hlátri þegar Sigurður Ingi sagði að gleymst hafi að láta hann vita af „panikki í ríkisstjórninni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 16:49 Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05