Stjórnarmeirihlutinn fellur niður í þrjá þingmenn Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 21:00 Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði í dag. stöð 2 Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka. Andrés Ingi tilkynnti félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna úrsögn sína úr flokknum í dag. Fyrir ákvörðun hans höfðu stjórnarflokkarnir þrír 35 þingmenn af sextíu og þremur á móti 28 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir útgöngu Andrésar Inga minkar stjórnarmeirihlutinn í þrjá þingmenn, því þrjátíu og tvo þarf til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi.Á myndinni sést fjöldi þeirra sem eru í meirihluta og stjórnarandstöðunnar.Þegar stjórnarsamstarfið var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í lok nóvember 2017 studdu hvorki Rósa Björk Brynjólfsdóttir né Andrés Ingi samstarfið við hina flokkana.Er þér þá búið að líða illa í þessu stjórnarsamstarfi allan tímann?„Misvel. Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar en allt of oft hefur verið ágreiningur þar sem ekki þyrfti að vera,“ segir Andrés Ingi og vísar þar til stöðunnar innan þingflokksins. Ekkert eitt mál á síðustu vikum hafi fyllt mælinn.Nú eru stjórnarflokkar aðeins með tveggja manna meirihluta en 32 þingmenn þarf til að hafa meirihluta á þingi.„Samskiptin hafa verið stirð á köflum. Svo finnur maður að það er alltaf verið að toga málamiðlun ríkisstjórnarinnar lengra í áttina frá því sem Vinstri græn standa fyrir.“Þannig að þér finnst með öðrum orðum að stefna Vinstri grænna sé að lúta í lægra haldi innan stjórnarsamstarfsins?„Það er náttúrlega það sem ég hafði áhyggjur af upphaflega þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur og mér þótti ekki vera nóg af skýrum stórmálum sem Vinstri græn hefðu náð í gegn,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi greint Rósu Björk frá ákvörðun sinni en hún er í viku leyfi frá þingstörfum og fréttastofa ekki náð tali af henni í dag. Andrés Ingi segir að þótt ráðherrar flokksins hafi komið ýmsum góðum málum áleiðis hafi ráðherrar annarra flokka skilað öðrum verri fyrir stefnu flokksins. Nefnir hann frumvarp um útlendinga í vor sem þrengt hefði rétt hælisleitenda. „Mér sveið að það fengi framgang sem stjórnarmál þótt við höfum sem betur fer ekki þurft að klára það á þeim þingvetri.“ Ágreiningur um framlög til rannsókna á samherjamálinu hafi ekki ráðið úrslitum. „Þótt að þessi stemming í kringum samherjamálin rifji aðeins upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi Jónsson. Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka. Andrés Ingi tilkynnti félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna úrsögn sína úr flokknum í dag. Fyrir ákvörðun hans höfðu stjórnarflokkarnir þrír 35 þingmenn af sextíu og þremur á móti 28 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir útgöngu Andrésar Inga minkar stjórnarmeirihlutinn í þrjá þingmenn, því þrjátíu og tvo þarf til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi.Á myndinni sést fjöldi þeirra sem eru í meirihluta og stjórnarandstöðunnar.Þegar stjórnarsamstarfið var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í lok nóvember 2017 studdu hvorki Rósa Björk Brynjólfsdóttir né Andrés Ingi samstarfið við hina flokkana.Er þér þá búið að líða illa í þessu stjórnarsamstarfi allan tímann?„Misvel. Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar en allt of oft hefur verið ágreiningur þar sem ekki þyrfti að vera,“ segir Andrés Ingi og vísar þar til stöðunnar innan þingflokksins. Ekkert eitt mál á síðustu vikum hafi fyllt mælinn.Nú eru stjórnarflokkar aðeins með tveggja manna meirihluta en 32 þingmenn þarf til að hafa meirihluta á þingi.„Samskiptin hafa verið stirð á köflum. Svo finnur maður að það er alltaf verið að toga málamiðlun ríkisstjórnarinnar lengra í áttina frá því sem Vinstri græn standa fyrir.“Þannig að þér finnst með öðrum orðum að stefna Vinstri grænna sé að lúta í lægra haldi innan stjórnarsamstarfsins?„Það er náttúrlega það sem ég hafði áhyggjur af upphaflega þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur og mér þótti ekki vera nóg af skýrum stórmálum sem Vinstri græn hefðu náð í gegn,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi greint Rósu Björk frá ákvörðun sinni en hún er í viku leyfi frá þingstörfum og fréttastofa ekki náð tali af henni í dag. Andrés Ingi segir að þótt ráðherrar flokksins hafi komið ýmsum góðum málum áleiðis hafi ráðherrar annarra flokka skilað öðrum verri fyrir stefnu flokksins. Nefnir hann frumvarp um útlendinga í vor sem þrengt hefði rétt hælisleitenda. „Mér sveið að það fengi framgang sem stjórnarmál þótt við höfum sem betur fer ekki þurft að klára það á þeim þingvetri.“ Ágreiningur um framlög til rannsókna á samherjamálinu hafi ekki ráðið úrslitum. „Þótt að þessi stemming í kringum samherjamálin rifji aðeins upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi Jónsson.
Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05
Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00
Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16