Saga norskra jólatrjáa á Íslandi nálgast endi Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:30 Óslóartréð eru komið ofan úr Heiðmörk á Austurvöll. Fréttablaðið/Anton Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsilegt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrjað þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siðurinn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barrtrjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera fljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt. Birtist í Fréttablaðinu Jól Noregur Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsilegt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrjað þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siðurinn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barrtrjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera fljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Noregur Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira