Boðar frumvarp um hlutdeildarlán Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. nóvember 2019 06:15 Ásmundur Einar Daðason á húsnæðisþingi í gær. Fréttablaðið/Ernir „Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á húsnæðisþingi sem fram fór í gær. Er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið en yfirskrift þess nú var „Þjóð undir þaki – jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði“. Samhliða þinginu kom út skýrsla Íbúðalánasjóðs um stöðu og þróun húsnæðismála. Í skýrslunni kemur fram að í landinu séu rúmlega 140 þúsund heimili og heildarverðmæti þeirra samkvæmt fasteignamati næsta árs rúmir 6.200 milljarðar. Hrein eign heimila í íbúðarhúsnæði er um 3.700 milljarðar og hefur eignarhlutinn aukist um 17 prósent milli ára. Þá búa um 72 prósent í eigin húsnæði og 17 prósent á leigumarkaði samkvæmt leigumarkaðskönnun sem gerð var síðastliðið sumar. Ásmundur Einar boðaði á þinginu frumvarp um svokölluð hlutdeildarlán. Er þar um breska fyrirmynd að ræða en á þinginu fór Kenneth Cameron, frá ráðuneyti húsnæðismála í Bretlandi, yfir framkvæmd og reynslu þar. „Slík hlutdeildarlán eða eiginfjárlán eiga að brúa bilið fyrir þá sem eiga þess ekki kost að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ríkið lánar ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni og fær það svo endurgreitt við sölu eignarinnar eða þegar kaupandinn endurfjármagnar lánið,“ sagði Ásmundur Einar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að fjöldi slíkra lána á ári gæti orðið á bilinu 350 til 1.000. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á húsnæðisþingi sem fram fór í gær. Er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið en yfirskrift þess nú var „Þjóð undir þaki – jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði“. Samhliða þinginu kom út skýrsla Íbúðalánasjóðs um stöðu og þróun húsnæðismála. Í skýrslunni kemur fram að í landinu séu rúmlega 140 þúsund heimili og heildarverðmæti þeirra samkvæmt fasteignamati næsta árs rúmir 6.200 milljarðar. Hrein eign heimila í íbúðarhúsnæði er um 3.700 milljarðar og hefur eignarhlutinn aukist um 17 prósent milli ára. Þá búa um 72 prósent í eigin húsnæði og 17 prósent á leigumarkaði samkvæmt leigumarkaðskönnun sem gerð var síðastliðið sumar. Ásmundur Einar boðaði á þinginu frumvarp um svokölluð hlutdeildarlán. Er þar um breska fyrirmynd að ræða en á þinginu fór Kenneth Cameron, frá ráðuneyti húsnæðismála í Bretlandi, yfir framkvæmd og reynslu þar. „Slík hlutdeildarlán eða eiginfjárlán eiga að brúa bilið fyrir þá sem eiga þess ekki kost að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ríkið lánar ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni og fær það svo endurgreitt við sölu eignarinnar eða þegar kaupandinn endurfjármagnar lánið,“ sagði Ásmundur Einar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að fjöldi slíkra lána á ári gæti orðið á bilinu 350 til 1.000.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira