Vill aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 19:45 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Vilhelm Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal. Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Öldrunarfordómar eru rótgrónir víða í samfélaginu og því þarf að breyta. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna sem hyggst leggja fram þingsályktunartillögu að unnin verði aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum. Samkvæmt tillögunni verður ráðherra falið að gera aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum en meðflutningsmenn koma bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. „Hún kemur ekki fram að ástæðulausu. Öldrunarfordómar eru mjög víða í samfélaginu og þeir snerta afar stóran hóp, ekki bara eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir fordómana koma fram með margvíslegum hætti. „Þeir koma til dæmis fram í heilbrigðiskerfinu og í umræðu um heilbrigðiskerfið, þeir koma fram í umræðu um félagslega kerfið. Þeir koma fram í umræðu um hvernig eldra fólk stendur sig í umferðinni, hvernig það stendur sig í starfi og svo framvegis,“ segir Ólafur Þór. Sjálfur er hann menntaður öldrunarlæknir en hann segist þekkja þetta vandamál vel úr fyrra samfélagi. „Þetta er eitt af því sem að við öldrunarlæknar erum sífellt að fást við og erum sífellt að berjast á móti. Í þessu nýja starfi þá fæ ég tækifæri til þess að taka þetta upp á þetta stig.“ Hann kveðst vongóður um þverpólitískan stuðning við tillöguna en hann hafi fengið jákvæð viðbrögð úr öllum þingflokkum. Líkt og heyra má í meðfylgjandi frétt var allur gangur á því hvort eldra fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi hafði upplifað aldursfordóma. Athygli vekur að þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir aldursfordómum vildu fæstir veita viðtal.
Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira