Frozen II innblásin af íslenskri náttúru Davíð Stefánsson skrifar 29. nóvember 2019 07:45 Glöggir áhorfendur ættu að geta séð í myndinni innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru. Mynd/Disney Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira