Maggi meistari látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Texas-Maggi eða Maggi meistari, vakti mikla athygli fyrir hressleika sinn og góða nærveru hvort sem var í eldhúsinu eða sjónvarpsskjánum. visir/vilhelm Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006. Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006.
Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira