Elskar að elta storma í íslenskri veðurparadís Björn Þorfinnsson skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Muhammed Emin Kizilikaya veðuráhugamaður Fréttablaðið/Stefán Karlsson Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma. „Það er mömmu að þakka að ég fékk áhuga á veðri. Þegar ég var smábarn var ég alltaf að horfa upp í skýin. Hún gaf mér þá bók fyrir börn sem útskýrði á einfaldan hátt hvernig veðrið virkar. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Muhammed. Hann er fæddur í Danmörku en er af tyrknesk/kúrdísku bergi brotinn. Eftir að áhuginn á veðrinu kviknaði sökkti hann sér ofan í allt sem hann komst yfir um efnið. „Venjuleg áhugamál heilluðu mig ekki heldur miklu frekar fróðleikur um hvernig náttúran virkar. Þegar ég var um 10-11 ára gamall kunni ég orðið öll latnesk heiti á hinum ýmsu skýjamyndunum. Þrátt fyrir að þetta sé kannski skrítið áhugamál á táningsaldri þá hef ég aldrei orðið fyrir neinu aðkasti. Ég hef alltaf upplifað frekar áhuga og jafnvel aðdáun fólks þegar ég fer að tala um veðrið,“ segir Muhammed. Á unglingsaldri lá hann yfir gervitunglamyndum og fljótlega voru vinir og vandamenn farnir að hringja í hann til þess að fá upplýsingar um veður næstu daga eða vikur. Einn af draumaáfangastöðum hans, út af margbreytilegu veðri, var Ísland og eftir að frændi hans hafði mælt með námi á Íslandi ákvað hann að skrá sig í Háskóla Íslands árið 2013. Veðrið skemmdi ekki fyrir. „Fyrir mér er Ísland veðurparadís. Ég nýt þess að vera úti í roki og hríðarbyljum, helst þannig að augnabrúnirnar frjósi,“ segir Muhammed og hlær. Það skýtur þó skökku við að Muhammed nemur hér félagsfræði en ekki veðurfræði. „Ég er múslimi og eftir miklar vangaveltur ákvað ég að það væri samfélagslega mikilvægara að læra félagsfræði. Ég vil berjast gegn fordómum í veröldinni. Veðrið verður samt alltaf ástríða mín númer eitt. Það mun aldrei breytast,“ segir hann. Undanfarin ár hefur Muhammed skapað sér aukastarf sem stormeltir (e. storm chaser). „Ég rýk út þegar von er á miklu óveðri og tek myndbönd af hamförunum. Það er stórt samfélag úti í Bandaríkjunum í tengslum við hvirfilbylji en er frekar nýtt af nálinni í Evrópu. Ég er í góðu sambandi við áhugamenn í mörgum löndum og myndbönd mín hafa oft verið birt í stórum fréttamiðlum erlendis.“ Hann segir að réttar aðstæður skapist þó ekki nema af og til og þegar það gerist einbeiti hann sér að þéttbýli. „Rokið þarf helst að fara yfir 20 metra á sekúndu. Ég er búinn að kortleggja höfuðborgarsvæðið vel og veit um staði þar sem byggingarnar magna rokið. Ég fann það fljótt út að myndbönd sem sýna áhrif veðurs á þéttbýli vekja mun meiri áhuga en í óbyggðir,“ segir Mohammed. Þá hefur hann meira að segja boðið gestum með sér í stormeltiferðir. „Íslenskir vinir mínir eru yfirleitt ekki mjög áhugasamir. Þeir vilja helst vera inni í vondu veðri. Þeir sem láta til leiðast elska þetta þó yfirleitt.“ Hann segir mikilvægt að setja öryggið á oddinn í ofsaveðrinu. „Það geta margs konar hættur skapast í mestu vindhviðunum og þess vegna er ég mjög varkár.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma. „Það er mömmu að þakka að ég fékk áhuga á veðri. Þegar ég var smábarn var ég alltaf að horfa upp í skýin. Hún gaf mér þá bók fyrir börn sem útskýrði á einfaldan hátt hvernig veðrið virkar. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Muhammed. Hann er fæddur í Danmörku en er af tyrknesk/kúrdísku bergi brotinn. Eftir að áhuginn á veðrinu kviknaði sökkti hann sér ofan í allt sem hann komst yfir um efnið. „Venjuleg áhugamál heilluðu mig ekki heldur miklu frekar fróðleikur um hvernig náttúran virkar. Þegar ég var um 10-11 ára gamall kunni ég orðið öll latnesk heiti á hinum ýmsu skýjamyndunum. Þrátt fyrir að þetta sé kannski skrítið áhugamál á táningsaldri þá hef ég aldrei orðið fyrir neinu aðkasti. Ég hef alltaf upplifað frekar áhuga og jafnvel aðdáun fólks þegar ég fer að tala um veðrið,“ segir Muhammed. Á unglingsaldri lá hann yfir gervitunglamyndum og fljótlega voru vinir og vandamenn farnir að hringja í hann til þess að fá upplýsingar um veður næstu daga eða vikur. Einn af draumaáfangastöðum hans, út af margbreytilegu veðri, var Ísland og eftir að frændi hans hafði mælt með námi á Íslandi ákvað hann að skrá sig í Háskóla Íslands árið 2013. Veðrið skemmdi ekki fyrir. „Fyrir mér er Ísland veðurparadís. Ég nýt þess að vera úti í roki og hríðarbyljum, helst þannig að augnabrúnirnar frjósi,“ segir Muhammed og hlær. Það skýtur þó skökku við að Muhammed nemur hér félagsfræði en ekki veðurfræði. „Ég er múslimi og eftir miklar vangaveltur ákvað ég að það væri samfélagslega mikilvægara að læra félagsfræði. Ég vil berjast gegn fordómum í veröldinni. Veðrið verður samt alltaf ástríða mín númer eitt. Það mun aldrei breytast,“ segir hann. Undanfarin ár hefur Muhammed skapað sér aukastarf sem stormeltir (e. storm chaser). „Ég rýk út þegar von er á miklu óveðri og tek myndbönd af hamförunum. Það er stórt samfélag úti í Bandaríkjunum í tengslum við hvirfilbylji en er frekar nýtt af nálinni í Evrópu. Ég er í góðu sambandi við áhugamenn í mörgum löndum og myndbönd mín hafa oft verið birt í stórum fréttamiðlum erlendis.“ Hann segir að réttar aðstæður skapist þó ekki nema af og til og þegar það gerist einbeiti hann sér að þéttbýli. „Rokið þarf helst að fara yfir 20 metra á sekúndu. Ég er búinn að kortleggja höfuðborgarsvæðið vel og veit um staði þar sem byggingarnar magna rokið. Ég fann það fljótt út að myndbönd sem sýna áhrif veðurs á þéttbýli vekja mun meiri áhuga en í óbyggðir,“ segir Mohammed. Þá hefur hann meira að segja boðið gestum með sér í stormeltiferðir. „Íslenskir vinir mínir eru yfirleitt ekki mjög áhugasamir. Þeir vilja helst vera inni í vondu veðri. Þeir sem láta til leiðast elska þetta þó yfirleitt.“ Hann segir mikilvægt að setja öryggið á oddinn í ofsaveðrinu. „Það geta margs konar hættur skapast í mestu vindhviðunum og þess vegna er ég mjög varkár.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira