Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2019 19:15 Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær. Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær.
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira