Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Veiðihús Strengs við Selá. Fréttablaðið/Ernir Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira