Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 10:29 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir.Settist ofan á hana í miðjum klíðum Réttarhöld í málinu héldu áfram í nýsjálensku borginni Auckland í morgun. Þar bar vitni ung kona, sem kvaðst hafa kynnst hinum grunaða á stefnumótaforritinu Tinder, líkt og Millane. Þau hafi fyrst farið á stefnumót í mars í fyrra og aftur í nóvember sama ár, skömmu áður en Millane var myrt.Sjá einnig: „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Konan lýsti því að á seinna stefnumótinu hafi hún og maðurinn farið heim í íbúð hans og byrjað að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum hafi maðurinn skyndilega hagrætt sér þannig að hann stóð yfir henni og að því búnu sest ofan á hana. „Hann hafði gripið í framhandleggina á mér og sett allan þrýstinginn á handleggina á mér þannig að ég gat ekki andað og gat ekki hreyft handleggina. Ég byrjaði að sparka, til að sýna að ég gæti ekki andað. Ég sparkaði kröftuglega. Hann hefði fundið fyrir því að ég berðist um. Ég var dauðhrædd.“ Hrædd um að deyja Þá lýsti konan því að hún hefði á endanum náð andanum aftur með því að snúa höfðinu. Í millitíðinni hefði hún reynt að losna með því að þykjast hafa misst meðvitund en maðurinn hefði áfram setið sem fastast. Konan taldi hann hafa setið á sér í allt að tvær mínútur og að hún hafi verið hrædd um að deyja.Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda.Skjáskot/TwitterKonan sagði manninn hafa verið kaldranalegan við sig eftir atvikið og spurt: „Þú heldur ekki að ég hafi gert þetta af ásettu ráði, er það nokkuð?“ Innt eftir því af hverju konan hefði haldið áfram samskiptum við manninn eftir stefnumótið sagðist hún ekki hafa viljað styggja hann. Hann hefði til að mynda tjáð henni að hann væri viðriðinn glæpagengi og hefði „gengið í skrokk á“ fólki á skemmtistöðum í borginni.Spjallaði við konuna milli Google-leita Maðurinn bað konuna um að hitta sig aftur þann 1. desember síðastliðinn, sama dag og hann fór á stefnumót með Millane. Hún afþakkaði boðið. Þá kom fram fyrir dómi að maðurinn hefði verið í samskiptum við konuna um hálftíma áður en hann hitti Millane og svo aftur snemma morguninn eftir, á milli þess sem hann leitaði að „dauðastirðnun“ og „Waitakere-fjallgarðinum“ á netinu. Lík Millane fannst við téðan fjallgarð í útjaðri Auckland um viku síðar. Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi í málinu í dag. Sú kynntist manninum einnig á Tinder og sagðist hafa hafnað boði hans um stefnumót. Hún sagði að maðurinn hefði verið óþægilegur og aðgangsharður og lýst yfir vilja til kynlífsathafna, sem konunni þóknaðist ekki. Þannig hefði hann tjáð henni að hann væri hrifinn af því að þrengja að öndunarvegi bólfélaga sinna og vildi drottna yfir þeim.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir.Settist ofan á hana í miðjum klíðum Réttarhöld í málinu héldu áfram í nýsjálensku borginni Auckland í morgun. Þar bar vitni ung kona, sem kvaðst hafa kynnst hinum grunaða á stefnumótaforritinu Tinder, líkt og Millane. Þau hafi fyrst farið á stefnumót í mars í fyrra og aftur í nóvember sama ár, skömmu áður en Millane var myrt.Sjá einnig: „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Konan lýsti því að á seinna stefnumótinu hafi hún og maðurinn farið heim í íbúð hans og byrjað að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum hafi maðurinn skyndilega hagrætt sér þannig að hann stóð yfir henni og að því búnu sest ofan á hana. „Hann hafði gripið í framhandleggina á mér og sett allan þrýstinginn á handleggina á mér þannig að ég gat ekki andað og gat ekki hreyft handleggina. Ég byrjaði að sparka, til að sýna að ég gæti ekki andað. Ég sparkaði kröftuglega. Hann hefði fundið fyrir því að ég berðist um. Ég var dauðhrædd.“ Hrædd um að deyja Þá lýsti konan því að hún hefði á endanum náð andanum aftur með því að snúa höfðinu. Í millitíðinni hefði hún reynt að losna með því að þykjast hafa misst meðvitund en maðurinn hefði áfram setið sem fastast. Konan taldi hann hafa setið á sér í allt að tvær mínútur og að hún hafi verið hrædd um að deyja.Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda.Skjáskot/TwitterKonan sagði manninn hafa verið kaldranalegan við sig eftir atvikið og spurt: „Þú heldur ekki að ég hafi gert þetta af ásettu ráði, er það nokkuð?“ Innt eftir því af hverju konan hefði haldið áfram samskiptum við manninn eftir stefnumótið sagðist hún ekki hafa viljað styggja hann. Hann hefði til að mynda tjáð henni að hann væri viðriðinn glæpagengi og hefði „gengið í skrokk á“ fólki á skemmtistöðum í borginni.Spjallaði við konuna milli Google-leita Maðurinn bað konuna um að hitta sig aftur þann 1. desember síðastliðinn, sama dag og hann fór á stefnumót með Millane. Hún afþakkaði boðið. Þá kom fram fyrir dómi að maðurinn hefði verið í samskiptum við konuna um hálftíma áður en hann hitti Millane og svo aftur snemma morguninn eftir, á milli þess sem hann leitaði að „dauðastirðnun“ og „Waitakere-fjallgarðinum“ á netinu. Lík Millane fannst við téðan fjallgarð í útjaðri Auckland um viku síðar. Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi í málinu í dag. Sú kynntist manninum einnig á Tinder og sagðist hafa hafnað boði hans um stefnumót. Hún sagði að maðurinn hefði verið óþægilegur og aðgangsharður og lýst yfir vilja til kynlífsathafna, sem konunni þóknaðist ekki. Þannig hefði hann tjáð henni að hann væri hrifinn af því að þrengja að öndunarvegi bólfélaga sinna og vildi drottna yfir þeim.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02