Ætla að sannreyna reynslusögur sem berast um „báknið“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Miðflokkurinn auglýsti eftir reynslusögum um samskipti við opinbera aðila á dögunum. Þingmenn ætla í framhaldinu að leggja fram lausnir. Vísir/samsett Þingmenn Miðflokksins ætla að sannreyna upplýsingar sem koma fram í reynslusögum um samskipti við ríkið, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort og hvaða sögur verða birtar. Miðflokkurinn auglýsti á dögunum eftir reynslusögum almennings um „kerfið“, óbilgirni af hálfu þess opinbera eða óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða reksturs fyrirtækja eða í daglegu lífi. Segir flokkurinn það hluta af forgangsverkefni sínum um að takast á við „báknið“. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, segir við Vísi að flokkurinn ætli að greina upplýsingarnar sem honum berast og raða eftir málaflokkum til að kortleggja það sem helst situr í fólki. Í framhaldinu reyni þingmenn að greiða úr málum í sínum málaflokki og finna lausnir. „Það getur verið misjafnt hvað við gerum við sögurnar sem við fáum. Það getur verið að leggja til lagabreytingar, þingsályktanir eða einfaldlega að vekja athygli á hlutum sem margir lenda í og benda á leiðir til lausnar,“ segir Jón.Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.AðsendTaka ekki við neinu skoðunarlaust Spurður að því hvort að flokkurinn muni sannreyna sögurnar sem berast segir Jón að það verði gert, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Eins séu þingmenn flokksins í mörgum tilfellum sérfróðir á sínu sviði. „Við munu skoða öll mál út frá mörgum hliðum. Við tökum ekki við neinu skoðunarlaust,“ segir hann. Ekki liggur enn fyrir hvað verður um reynslusögurnar sem Miðflokkurinn fær í hendur. Jón segir að farið verði með þær sem trúnaðarmál og þær verði ekki birtar nema viðkomandi gefi fyrir því leyfi. Því reikni hann ekki endilega með því að sögurnar verði birtar. Flokknum hafi þegar borist sögur um fólk sem hefur lent í óbilgirni af hálfu opinberra aðila, um langan tíma sem hefur tekið að fá úrlausn mála og að ná rétti þegar fólk hefur verið beitt rangindum og um óþarfar tafir þegar fólk sækir rétt sinn. „Svoleiðis mál eiga ekki endilega við stefnu ákveðins flokks,“ segir Jón spurður að því hvort að sögurnar verði valdar sérstaklega til að falla að og styðja stefnumál Miðflokksins. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ætla að sannreyna upplýsingar sem koma fram í reynslusögum um samskipti við ríkið, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort og hvaða sögur verða birtar. Miðflokkurinn auglýsti á dögunum eftir reynslusögum almennings um „kerfið“, óbilgirni af hálfu þess opinbera eða óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða reksturs fyrirtækja eða í daglegu lífi. Segir flokkurinn það hluta af forgangsverkefni sínum um að takast á við „báknið“. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, segir við Vísi að flokkurinn ætli að greina upplýsingarnar sem honum berast og raða eftir málaflokkum til að kortleggja það sem helst situr í fólki. Í framhaldinu reyni þingmenn að greiða úr málum í sínum málaflokki og finna lausnir. „Það getur verið misjafnt hvað við gerum við sögurnar sem við fáum. Það getur verið að leggja til lagabreytingar, þingsályktanir eða einfaldlega að vekja athygli á hlutum sem margir lenda í og benda á leiðir til lausnar,“ segir Jón.Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.AðsendTaka ekki við neinu skoðunarlaust Spurður að því hvort að flokkurinn muni sannreyna sögurnar sem berast segir Jón að það verði gert, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Eins séu þingmenn flokksins í mörgum tilfellum sérfróðir á sínu sviði. „Við munu skoða öll mál út frá mörgum hliðum. Við tökum ekki við neinu skoðunarlaust,“ segir hann. Ekki liggur enn fyrir hvað verður um reynslusögurnar sem Miðflokkurinn fær í hendur. Jón segir að farið verði með þær sem trúnaðarmál og þær verði ekki birtar nema viðkomandi gefi fyrir því leyfi. Því reikni hann ekki endilega með því að sögurnar verði birtar. Flokknum hafi þegar borist sögur um fólk sem hefur lent í óbilgirni af hálfu opinberra aðila, um langan tíma sem hefur tekið að fá úrlausn mála og að ná rétti þegar fólk hefur verið beitt rangindum og um óþarfar tafir þegar fólk sækir rétt sinn. „Svoleiðis mál eiga ekki endilega við stefnu ákveðins flokks,“ segir Jón spurður að því hvort að sögurnar verði valdar sérstaklega til að falla að og styðja stefnumál Miðflokksins.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira