Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 19:45 Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Vísir/Baldur Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“ Reykjavík Skipulag Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“
Reykjavík Skipulag Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira