Segir sögu revía á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 10:00 "Revíur segja mikla sögu um stjórnmál og tíðaranda,“ segir Una Margrét, útvarpskona og rithöfundur. Fréttablaðið/Hari Revía er leikrit sem gerir grín að samtíma sínum, yfirleitt með söngvum, þar eru jafnvel nafngreindir tilteknir menn, eða hermt eftir þeim. Slík leikrit hafa verið til frá því í fornöld,“ segir Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona sem verður frummælandi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld klukkan 20.00. Beðin um smjörþefinn af boðskapnum kveðst hún byggja hann að nokkru leyti á nýútkominni bók sinni, Gullöld revíunnar. Una Margrét rekur sögu revíunnar á Íslandi aftur til ársins 1880, þegar sú fyrsta, Getjón, var sýnd á Ísafirði. „Í henni er aðallega hæðst að einum manni, Jóni Geiteying, og nafnið á greinilega að vísa til hans. Hann var vanur að uppnefna alla og var því tekinn fyrir. Um svipað leyti sýndu skólapiltar revíu í Reykjavík, sá sem samdi hana var Einar Hjörleifsson sem síðar varð þekktur undir nafninu Einar H. Kvaran. Árið 1895 samdi sjálfur Einar Benediktsson eina. Venjan var að revíur væru einungis gamanleikrit en revía Einars var alvarlegs eðlis líka, með sjálfstæðisbaráttuboðskap.“ Fyrsta revían sem varð verulega vinsæl á Íslandi hét Allt í grænum sjó en hún þótti svo ósvífin að hún var bönnuð eftir fyrstu sýningu, að sögn Unu Margrétar. „Það var einmitt Einar H. Kvaran sem krafðist þess. Hafði þó sjálfur samið revíu og þá munaði litlu að hann fengi á sig kæru,“ lýsir hún. „Blómaskeið íslenskrar revíu teljast vera tvö, frá 1923 til 1930 og 1938 til 1952. Þau tímabil eru kölluð Gullöld revíunnar,“ segir Una Margrét og telur upp þær vinsælustu. Á fyrra tímabilinu voru það Spánskar nætur og Haustrigningar og á seinna tímabilinu koma revíur eins og Fornar dyggðir, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi.“ Auk frásagnar Unu munu hljóðritanir af gömlum revíusöngvum verða fluttar í Neskirkju. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Revía er leikrit sem gerir grín að samtíma sínum, yfirleitt með söngvum, þar eru jafnvel nafngreindir tilteknir menn, eða hermt eftir þeim. Slík leikrit hafa verið til frá því í fornöld,“ segir Una Margrét Jónsdóttir útvarpskona sem verður frummælandi á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld klukkan 20.00. Beðin um smjörþefinn af boðskapnum kveðst hún byggja hann að nokkru leyti á nýútkominni bók sinni, Gullöld revíunnar. Una Margrét rekur sögu revíunnar á Íslandi aftur til ársins 1880, þegar sú fyrsta, Getjón, var sýnd á Ísafirði. „Í henni er aðallega hæðst að einum manni, Jóni Geiteying, og nafnið á greinilega að vísa til hans. Hann var vanur að uppnefna alla og var því tekinn fyrir. Um svipað leyti sýndu skólapiltar revíu í Reykjavík, sá sem samdi hana var Einar Hjörleifsson sem síðar varð þekktur undir nafninu Einar H. Kvaran. Árið 1895 samdi sjálfur Einar Benediktsson eina. Venjan var að revíur væru einungis gamanleikrit en revía Einars var alvarlegs eðlis líka, með sjálfstæðisbaráttuboðskap.“ Fyrsta revían sem varð verulega vinsæl á Íslandi hét Allt í grænum sjó en hún þótti svo ósvífin að hún var bönnuð eftir fyrstu sýningu, að sögn Unu Margrétar. „Það var einmitt Einar H. Kvaran sem krafðist þess. Hafði þó sjálfur samið revíu og þá munaði litlu að hann fengi á sig kæru,“ lýsir hún. „Blómaskeið íslenskrar revíu teljast vera tvö, frá 1923 til 1930 og 1938 til 1952. Þau tímabil eru kölluð Gullöld revíunnar,“ segir Una Margrét og telur upp þær vinsælustu. Á fyrra tímabilinu voru það Spánskar nætur og Haustrigningar og á seinna tímabilinu koma revíur eins og Fornar dyggðir, Hver maður sinn skammt, Nú er það svart, maður og Allt í lagi, lagsi.“ Auk frásagnar Unu munu hljóðritanir af gömlum revíusöngvum verða fluttar í Neskirkju.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira