Olíureykur truflar farþega í rafknúnum vögnum Strætó Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Strætó segir langflestar ferðir rafmagnsvagna lausar við olíulyktina og farþega almennt ánægða með vagnana. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Olíureykur á það til að leita inn í farþegarými rafmagnsvagna Strætó bs. farþegum og vagnstjórum til ama. Strætó á fjórtán rafmagnsvagna frá kínverska framleiðandanum Yutong og eru það rúmlega tíu prósent af flotanum. Miðstöð vagnanna er kynt með olíu og þegar miðstöðin er notuð blæs kyndingin út reyk með reglulegu millibili. Vagnstjóri hjá Strætó segir reykinn mjög áberandi þegar vagninn stoppar í köldu veðri, í logni leiti hann inn í farþegarýmið. Vagnstjórarnir hafa ekki stjórn á því hvenær miðstöðin blæs út reyk. „Það var mjög gott að keyra rafmagnsvagnana fyrst, þeir láta vel að stjórn og eru hljóðlátir. Þessi vandi kom upp nánast strax. Margir farþegar hafa kvartað undan þessu, enda olíulyktin stæk,“ segir vagnstjórinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann keyrði rafmagnsvagn í fjóra daga samfleytt nýverið. „Alla þessa daga fann ég fyrir seiðingshöfuðverk, sumir aðrir vagnstjórar, en ekki allir, hafa fundið fyrir því líka.“Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.Stjórnendur Strætó urðu fyrst varir við þetta vandamál síðasta vetur, en það á við um alla vagna Yutong á Norðurlöndunum. „Í stuttu máli, þegar olía er köld þá er erfiðara að brenna hana og það losnar meiri reykur og sót frá henni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í fyrra settum við hitara í miðstöðina sem hitaði upp olíuna í miðstöðinni. Sú lausn lofaði góðu og við urðum minna vör við olíulykt frá miðstöð vagnanna. Við urðum síðan ekkert vör við vandamálið í sumar, þar sem miðstöðin var lítið sem ekkert notuð.“ Vagnstjórinn segir að síðasta laugardag hafi hann verið á ferð í Mjóddinni þegar olíuský hafi leitað inn í farþegarýmið. „Þá kom til mín kona til að kvarta undan þessu, hún var með astma og þurfti að skipta um vagn til að komast niður í bæ. Ég sagði henni að ég væri algjörlega sammála, þetta væri ekki boðlegt,“ segir hann. Alls hafa borist þrettán formlegar kvartanir til Strætó síðastliðið ár vegna olíureyksins, sjö í fyrra og sex á þessu ári. Guðmundur segir að Strætó eigi von á búnaði frá Finnlandi í desember sem vonast er til að geti leyst málið. Á sá búnaður að hita olíuna meira og sía frá loft sem kann að koma frá olíunni. „Það eru gjarnan áskoranir sem fylgja nýrri tækni og þetta er eitt dæmi um það. Langstærsti hluti ferða með rafvögnunum er laus við olíulykt og farþegar eru almennt afar ánægðir með vagnana,“ segir Guðmundur. Áætlaður kostnaður við búnaðinn er 250 evrur fyrir stykkið, sem gerir rúmlega 480 þúsund krónur fyrir alla vagnana. Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Olíureykur á það til að leita inn í farþegarými rafmagnsvagna Strætó bs. farþegum og vagnstjórum til ama. Strætó á fjórtán rafmagnsvagna frá kínverska framleiðandanum Yutong og eru það rúmlega tíu prósent af flotanum. Miðstöð vagnanna er kynt með olíu og þegar miðstöðin er notuð blæs kyndingin út reyk með reglulegu millibili. Vagnstjóri hjá Strætó segir reykinn mjög áberandi þegar vagninn stoppar í köldu veðri, í logni leiti hann inn í farþegarýmið. Vagnstjórarnir hafa ekki stjórn á því hvenær miðstöðin blæs út reyk. „Það var mjög gott að keyra rafmagnsvagnana fyrst, þeir láta vel að stjórn og eru hljóðlátir. Þessi vandi kom upp nánast strax. Margir farþegar hafa kvartað undan þessu, enda olíulyktin stæk,“ segir vagnstjórinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann keyrði rafmagnsvagn í fjóra daga samfleytt nýverið. „Alla þessa daga fann ég fyrir seiðingshöfuðverk, sumir aðrir vagnstjórar, en ekki allir, hafa fundið fyrir því líka.“Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.Stjórnendur Strætó urðu fyrst varir við þetta vandamál síðasta vetur, en það á við um alla vagna Yutong á Norðurlöndunum. „Í stuttu máli, þegar olía er köld þá er erfiðara að brenna hana og það losnar meiri reykur og sót frá henni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í fyrra settum við hitara í miðstöðina sem hitaði upp olíuna í miðstöðinni. Sú lausn lofaði góðu og við urðum minna vör við olíulykt frá miðstöð vagnanna. Við urðum síðan ekkert vör við vandamálið í sumar, þar sem miðstöðin var lítið sem ekkert notuð.“ Vagnstjórinn segir að síðasta laugardag hafi hann verið á ferð í Mjóddinni þegar olíuský hafi leitað inn í farþegarýmið. „Þá kom til mín kona til að kvarta undan þessu, hún var með astma og þurfti að skipta um vagn til að komast niður í bæ. Ég sagði henni að ég væri algjörlega sammála, þetta væri ekki boðlegt,“ segir hann. Alls hafa borist þrettán formlegar kvartanir til Strætó síðastliðið ár vegna olíureyksins, sjö í fyrra og sex á þessu ári. Guðmundur segir að Strætó eigi von á búnaði frá Finnlandi í desember sem vonast er til að geti leyst málið. Á sá búnaður að hita olíuna meira og sía frá loft sem kann að koma frá olíunni. „Það eru gjarnan áskoranir sem fylgja nýrri tækni og þetta er eitt dæmi um það. Langstærsti hluti ferða með rafvögnunum er laus við olíulykt og farþegar eru almennt afar ánægðir með vagnana,“ segir Guðmundur. Áætlaður kostnaður við búnaðinn er 250 evrur fyrir stykkið, sem gerir rúmlega 480 þúsund krónur fyrir alla vagnana.
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira