Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 15:29 Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kveiks, milli þeirra Björns og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. „Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“ Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21