Útnefndur tengiliður Samherja þögull Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. nóvember 2019 06:30 Namibíumaður úr sjávarútvegi þar í landi ásamt forstjóra Samherja. Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. Borud, sem sé fyrrverandi fréttastjóri hjá Aftenposten og verði tengiliður og ráðgjafi Samherja í viðræðum við RÚV. Vegna ummæla í bréfum forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar, um að Samherji hefði upplýsingar sem myndu breyta þeirri frétt sem fréttaskýringarþátturinn Kveikur síðan birti í fyrrakvöld setti Fréttablaðið sig í samband við hinn norska tengilið fyrirtækisins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar og óskaði auk þess að fá gögn sem lesa mátti úr bréfum forstjórans til RÚV að fyrirtækið byggi yfir og gætu sýnt frá á að það hefði ekki haft rangt við í Namibíu. „Hefur Samherji að þínu mati, eins og forstjóri þess heldur fram í bréfi til RÚV sem nú hefur verið gert opinbert, skjöl sem sanna að ásakanir fyrrum starfsmanns Samherja, Jóhannesar Stefánssonar, séu rangar og að Samherji sé ekki sekur um af hafa á nokkurn hátt haft rangt við í gegn um starfsemi sína í Namibíu?“ var Borud spurður í tölvuskeyti Fréttablaðsins til hans í gær. Ennfremur var ráðgjafinn inntur eftir því hvort hann teldi orðspor Samherja hafa beðið hnekki vegna fréttaflutningsins og hvort von væri á frekari yfirlýsingum frá Samherja varðandi málið. Engin viðbrögð fengust frá Borud sjálfum heldur barst svar frá starfsmanni Samherja hér á Íslandi. „Við þökkum þér fyrir tölvupóstinn til Håkon Borud hjá First House. Við erum á þessum tímapunkti enn að vísa fjölmiðlum á fréttatilkynningarnar á heimasíðu Samherja,“ sagði í tölvupósti sem barst frá Margréti Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forstjóra Samherja. Vísaði Margrét þar í tvær tilkynningar sem Samherji sendi frá sér í fyrradag og í gærkvöldi. „Á meðan er Alþjóðlega lögmannsstofan Wikborg Rein í Noregi að rannsaka starfsemina í Afríku fyrir Samherja og verður send ný yfirlýsing um leið og niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur fyrir. Samherji mun að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi,“ bætti Margrét við. Beðin um að staðfesta að þetta svar þýddi þá að Fréttablaðið fengu hvorki við svör við spurningum sínum né þær upplýsingar sem forstjóri Samherja nefnir í bréfum sínum til RÚV og kveður hafa getað breytt þeirri frétt sem Kveikur síðan birti í fyrrakvöld kvað Margrét svo vera. „Já Samherji er á þessum tímapunkti ekki tilbúinn að svara nánar um málið.“ Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. Borud, sem sé fyrrverandi fréttastjóri hjá Aftenposten og verði tengiliður og ráðgjafi Samherja í viðræðum við RÚV. Vegna ummæla í bréfum forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar, um að Samherji hefði upplýsingar sem myndu breyta þeirri frétt sem fréttaskýringarþátturinn Kveikur síðan birti í fyrrakvöld setti Fréttablaðið sig í samband við hinn norska tengilið fyrirtækisins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar og óskaði auk þess að fá gögn sem lesa mátti úr bréfum forstjórans til RÚV að fyrirtækið byggi yfir og gætu sýnt frá á að það hefði ekki haft rangt við í Namibíu. „Hefur Samherji að þínu mati, eins og forstjóri þess heldur fram í bréfi til RÚV sem nú hefur verið gert opinbert, skjöl sem sanna að ásakanir fyrrum starfsmanns Samherja, Jóhannesar Stefánssonar, séu rangar og að Samherji sé ekki sekur um af hafa á nokkurn hátt haft rangt við í gegn um starfsemi sína í Namibíu?“ var Borud spurður í tölvuskeyti Fréttablaðsins til hans í gær. Ennfremur var ráðgjafinn inntur eftir því hvort hann teldi orðspor Samherja hafa beðið hnekki vegna fréttaflutningsins og hvort von væri á frekari yfirlýsingum frá Samherja varðandi málið. Engin viðbrögð fengust frá Borud sjálfum heldur barst svar frá starfsmanni Samherja hér á Íslandi. „Við þökkum þér fyrir tölvupóstinn til Håkon Borud hjá First House. Við erum á þessum tímapunkti enn að vísa fjölmiðlum á fréttatilkynningarnar á heimasíðu Samherja,“ sagði í tölvupósti sem barst frá Margréti Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forstjóra Samherja. Vísaði Margrét þar í tvær tilkynningar sem Samherji sendi frá sér í fyrradag og í gærkvöldi. „Á meðan er Alþjóðlega lögmannsstofan Wikborg Rein í Noregi að rannsaka starfsemina í Afríku fyrir Samherja og verður send ný yfirlýsing um leið og niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur fyrir. Samherji mun að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi,“ bætti Margrét við. Beðin um að staðfesta að þetta svar þýddi þá að Fréttablaðið fengu hvorki við svör við spurningum sínum né þær upplýsingar sem forstjóri Samherja nefnir í bréfum sínum til RÚV og kveður hafa getað breytt þeirri frétt sem Kveikur síðan birti í fyrrakvöld kvað Margrét svo vera. „Já Samherji er á þessum tímapunkti ekki tilbúinn að svara nánar um málið.“
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00
Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15