Stefnir í metþátttöku en starfshópur endurskoðar Hverfið mitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 14:27 Íbúar í Reykjavík geta enn greitt atkvæði um hugmyndir sem þeir vilja að verði að veruleika á næsta ári en atkvæðagreiðslu lýkur á miðnætti. Reykavíkurborg Atkvæðagreiðslu í verkefninu „Hverfið mitt“ lýkur á miðnætti en það er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum borgarinnar. Guðbjörg Lára Másdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að nú stefni í metþátttöku í ár. „12,3% Reykvíkinga tóku þátt í fyrra og þá hækkaði kosningaþátttakan úr ellefu prósent. Þá vorum við einmitt nýbúin að lækka kosningaaldurinn niður í fimmtán ára og það heldur áfram í ár. Á kjörskrá eru um hundrað og átta þúsund og við erum um það bil ellefu þúsund og fimm hundruð sem eru búin að taka þátt og við þurfum að ná þrettán þúsund og þrjú hundruð til þess að jafna metið frá því í fyrra. Það er vel hægt og við erum mjög spennt fyrir því að ná því; að fólk sé að nýta sér þennan rétt og þessi áhrif sem það getur haft,“ segir Guðbjörg Lára. Íbúar í Vesturbæ, Breiðholti og Kjalarnesi reka lestina í ár en þó eru nokkrir klukkutímar enn til stefnu. „Þetta klárast á miðnætti í kvöld, 00:00. Ég hvet alla eindregið til að fara inn á Hverfið mitt og kjósa og kjósa líka bara það sem fólk vill raunverulega sjá verða að veruleika í sínum hverfum. Það gerir engum neitt gott að kjósa bara eitthvað til að klára peninginn, það þarf ekki að klára peninginn,“ segir Guðbjörg Lára.Finnast skrítið að kjósa um öryggismál Ekki hefur þó eintóm hamingja ríkt um verkefnið en undanfarið hefur borið á gagnrýni vegna framkvæmdar þess. Mörgum þykir furðu sæta að íbúar séu að kjósa á milli viðhaldsaðgerða og öryggisatriða annars vegar og svo hjólabrautar og trampólín hins vegar. Hvað segir þú við því?„Algjörlega. Auðvitað á gagnrýnin alltaf rétt á sér en verkefnið, eins og það er í dag, er skilgreint út frá því að það sé verið að kjósa um nýframkvæmdir og svo forgangsröðun viðhaldsverkefna. Stundum er það náttúrulega þannig að borgin sjálf er kannski með öðruvísi forgangsröðun á viðhaldsverkefnunum og þá þurfum við að fá þessar upplýsingar frá íbúum til þess að átta okkur á að það eru önnur verkefni sem liggur meira á og þá er hægt koma þeim hærra á þessum lista innan borgarinnar,“ segir Guðbjörg Lára sem bendir á að búið sé að koma á fót starfshópi til að endurskoða framkvæmdina. Starfshópur endurskoðar lýðræðisverkefni borgarinnar „Þetta er að sjálfsögðu flókið en það er starfshópur sem er að endurskoða meðal annars þetta, hvort það eigi hreinlega bara að taka viðhaldsverkefnin út. Núna erum við komin með mjög öflugan ábendingavef sem við leggjum mikla trú á að muni mögulega geta tekið þá við þessum verkefnum sem hafa í rauninni ekki haft neinn annan farveg hingað til heldur en Hverfið mitt til að komast ofar í forgangsröðun.“ Eins hefur verkefnið verið gagnrýnt fyrir ákveðnar gloppur á framkvæmd því upp hafa komið tilfelli þar sem einstaklingar hugsa sér gott til glóðarinnar og stinga upp á hugmyndum fyrir önnur hverfi en þeir búa í og eru sjálfir framkvæmdaraðilarnir.Sjá nánar: Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði „Það er nefnilega þannig að í hugmyndasöfnuninni er opið fyrir alla að setja inn hugmyndir fyrir alla. Þetta hefur oft verið rætt en niðurstaðan er alltaf sú, eftir að hafa farið í marga hringi í þessum pælingum að það sé ekki betra fyrir verkefnið að loka á fólk. Segjum bara að ég væri íbúi í Laugardal og þá mætti ég bara setja hugmyndir inn fyrir Laugardal en ég kannski vinn allan daginn í Grafarvogi og hef alist upp í Grafarvogi og er með frábæra hugmynd sem hentar ekkert í Laugardalinn. Þá er svolítið erfitt að segja, af því að þú sért með lögheimili á öðrum stað að þú megir ekki setja inn í annað hverfi. Góðar hugmyndir einskorðast sannarlega ekki bara við Reykvíkinga, þær eru úti um allt,“ segir Guðbjörg Lára sem bætir við að „Hverfið mitt“ sé mjög falleg og lýðræðisleg hugmynd sem hún vilji alls ekki að sé misnotuð. „Varðandi framkvæmdaraðila þá er það tengt þessu skilyrði að allir mega setja inn hugmyndir, sama hverjir þeir eru – en að sjálfsögðu erum við með vinnureglur sem embættismennirnir hér að við setjum ekki inn hugmyndir sjálf,“ segir Guðbjörg. Þetta sé þó allt hluti af hinu stóra verkefni sem felst í því að endurskoða lýðræðisverkefni borgarinnar. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Stóraukið íbúalýðræði í Reykjavík Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! 14. nóvember 2019 10:01 Hjólabrautin var ekki sett við Vesturbæjarlaugina í skjóli nætur Þeir sem vonuðust eftir hundagerði við Vesturbæjarlaugina ósáttir við þessa ráðstöfun. 27. ágúst 2019 11:00 Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. 23. júlí 2019 16:33 Breyta staðsetningu hjólahreystibrautar vegna mótmæla íbúa Íbúarnir ráku síðan upp stór augu þegar þeir sáu vinnuvélar á svæðinu og fengu síðan upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir. 25. júlí 2019 14:20 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Atkvæðagreiðslu í verkefninu „Hverfið mitt“ lýkur á miðnætti en það er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum borgarinnar. Guðbjörg Lára Másdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að nú stefni í metþátttöku í ár. „12,3% Reykvíkinga tóku þátt í fyrra og þá hækkaði kosningaþátttakan úr ellefu prósent. Þá vorum við einmitt nýbúin að lækka kosningaaldurinn niður í fimmtán ára og það heldur áfram í ár. Á kjörskrá eru um hundrað og átta þúsund og við erum um það bil ellefu þúsund og fimm hundruð sem eru búin að taka þátt og við þurfum að ná þrettán þúsund og þrjú hundruð til þess að jafna metið frá því í fyrra. Það er vel hægt og við erum mjög spennt fyrir því að ná því; að fólk sé að nýta sér þennan rétt og þessi áhrif sem það getur haft,“ segir Guðbjörg Lára. Íbúar í Vesturbæ, Breiðholti og Kjalarnesi reka lestina í ár en þó eru nokkrir klukkutímar enn til stefnu. „Þetta klárast á miðnætti í kvöld, 00:00. Ég hvet alla eindregið til að fara inn á Hverfið mitt og kjósa og kjósa líka bara það sem fólk vill raunverulega sjá verða að veruleika í sínum hverfum. Það gerir engum neitt gott að kjósa bara eitthvað til að klára peninginn, það þarf ekki að klára peninginn,“ segir Guðbjörg Lára.Finnast skrítið að kjósa um öryggismál Ekki hefur þó eintóm hamingja ríkt um verkefnið en undanfarið hefur borið á gagnrýni vegna framkvæmdar þess. Mörgum þykir furðu sæta að íbúar séu að kjósa á milli viðhaldsaðgerða og öryggisatriða annars vegar og svo hjólabrautar og trampólín hins vegar. Hvað segir þú við því?„Algjörlega. Auðvitað á gagnrýnin alltaf rétt á sér en verkefnið, eins og það er í dag, er skilgreint út frá því að það sé verið að kjósa um nýframkvæmdir og svo forgangsröðun viðhaldsverkefna. Stundum er það náttúrulega þannig að borgin sjálf er kannski með öðruvísi forgangsröðun á viðhaldsverkefnunum og þá þurfum við að fá þessar upplýsingar frá íbúum til þess að átta okkur á að það eru önnur verkefni sem liggur meira á og þá er hægt koma þeim hærra á þessum lista innan borgarinnar,“ segir Guðbjörg Lára sem bendir á að búið sé að koma á fót starfshópi til að endurskoða framkvæmdina. Starfshópur endurskoðar lýðræðisverkefni borgarinnar „Þetta er að sjálfsögðu flókið en það er starfshópur sem er að endurskoða meðal annars þetta, hvort það eigi hreinlega bara að taka viðhaldsverkefnin út. Núna erum við komin með mjög öflugan ábendingavef sem við leggjum mikla trú á að muni mögulega geta tekið þá við þessum verkefnum sem hafa í rauninni ekki haft neinn annan farveg hingað til heldur en Hverfið mitt til að komast ofar í forgangsröðun.“ Eins hefur verkefnið verið gagnrýnt fyrir ákveðnar gloppur á framkvæmd því upp hafa komið tilfelli þar sem einstaklingar hugsa sér gott til glóðarinnar og stinga upp á hugmyndum fyrir önnur hverfi en þeir búa í og eru sjálfir framkvæmdaraðilarnir.Sjá nánar: Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði „Það er nefnilega þannig að í hugmyndasöfnuninni er opið fyrir alla að setja inn hugmyndir fyrir alla. Þetta hefur oft verið rætt en niðurstaðan er alltaf sú, eftir að hafa farið í marga hringi í þessum pælingum að það sé ekki betra fyrir verkefnið að loka á fólk. Segjum bara að ég væri íbúi í Laugardal og þá mætti ég bara setja hugmyndir inn fyrir Laugardal en ég kannski vinn allan daginn í Grafarvogi og hef alist upp í Grafarvogi og er með frábæra hugmynd sem hentar ekkert í Laugardalinn. Þá er svolítið erfitt að segja, af því að þú sért með lögheimili á öðrum stað að þú megir ekki setja inn í annað hverfi. Góðar hugmyndir einskorðast sannarlega ekki bara við Reykvíkinga, þær eru úti um allt,“ segir Guðbjörg Lára sem bætir við að „Hverfið mitt“ sé mjög falleg og lýðræðisleg hugmynd sem hún vilji alls ekki að sé misnotuð. „Varðandi framkvæmdaraðila þá er það tengt þessu skilyrði að allir mega setja inn hugmyndir, sama hverjir þeir eru – en að sjálfsögðu erum við með vinnureglur sem embættismennirnir hér að við setjum ekki inn hugmyndir sjálf,“ segir Guðbjörg. Þetta sé þó allt hluti af hinu stóra verkefni sem felst í því að endurskoða lýðræðisverkefni borgarinnar.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Stóraukið íbúalýðræði í Reykjavík Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! 14. nóvember 2019 10:01 Hjólabrautin var ekki sett við Vesturbæjarlaugina í skjóli nætur Þeir sem vonuðust eftir hundagerði við Vesturbæjarlaugina ósáttir við þessa ráðstöfun. 27. ágúst 2019 11:00 Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. 23. júlí 2019 16:33 Breyta staðsetningu hjólahreystibrautar vegna mótmæla íbúa Íbúarnir ráku síðan upp stór augu þegar þeir sáu vinnuvélar á svæðinu og fengu síðan upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir. 25. júlí 2019 14:20 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stóraukið íbúalýðræði í Reykjavík Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! 14. nóvember 2019 10:01
Hjólabrautin var ekki sett við Vesturbæjarlaugina í skjóli nætur Þeir sem vonuðust eftir hundagerði við Vesturbæjarlaugina ósáttir við þessa ráðstöfun. 27. ágúst 2019 11:00
Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski. 23. júlí 2019 16:33
Breyta staðsetningu hjólahreystibrautar vegna mótmæla íbúa Íbúarnir ráku síðan upp stór augu þegar þeir sáu vinnuvélar á svæðinu og fengu síðan upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir. 25. júlí 2019 14:20