„Enn eitt dæmið“ um af hverju er mikilvægt að rannsaka fjárfestingaleið Seðlabankans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Smári McCarthy. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári. Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári.
Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira