Handbolti

Sportpakkinn: Viggó samdi við Wetzlar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viggó vill spila meira í deild hinna bestu
Viggó vill spila meira í deild hinna bestu vísir/getty
Viggó Kristjánsson hefur færst sig um set í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en hann mun spila með Wetzlar það sem eftir er tímabils.

Viggó kom til Leipzig í sumar eftir að hafa slegið í gegn með Westwien í Austurríki.

Guðjón Guðmundsson gerði félagsskiptunum góð skil í Sportpakkanum.

Leipzig er með þrjá örvhenta leikmenn á sínum snærum og þegar Wetzlar spurðist fyrir um Viggó ákvað hann að slá til og semja við Wetzlar út þessa leiktíð til þess að fá meiri spilatíma í deild þeirra bestu.

Viggó er ekki fyrsti Íslendingurinn sem spilar með Wetzlar. Sigurður Bjarnason, Róbert Sighvatsson, Gunnar Berg Viktorsson, Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson hafa allir leikið með liðinu.



Klippa: Sportpakkinn: Viggó færir sig um set



Fleiri fréttir

Sjá meira


×