Viggó kom til Leipzig í sumar eftir að hafa slegið í gegn með Westwien í Austurríki.
Guðjón Guðmundsson gerði félagsskiptunum góð skil í Sportpakkanum.
Leipzig er með þrjá örvhenta leikmenn á sínum snærum og þegar Wetzlar spurðist fyrir um Viggó ákvað hann að slá til og semja við Wetzlar út þessa leiktíð til þess að fá meiri spilatíma í deild þeirra bestu.
Viggó er ekki fyrsti Íslendingurinn sem spilar með Wetzlar. Sigurður Bjarnason, Róbert Sighvatsson, Gunnar Berg Viktorsson, Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson hafa allir leikið með liðinu.