Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Ari Brynjólfsson skrifar 16. nóvember 2019 10:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. Verkefnið verður í höndum lögreglunnar á Suðurlandi sem hyggst vinna í samstarfi við Vegagerðina, Veðurstofuna og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Áhættumatið mun taka til bæði öldufalls og berghruns. Nokkur banaslys hafa átt sér stað í Reynisfjöru undanfarin ár. Í vikunni lenti ferðamaður í lífshættu eftir að hann sogaðist út með einni öldunni. Þá lokuðust ferðamenn af inni í helli. „Það er ekki ásættanlegt að það liggi við stórslysi á einum vinsælasta áfangastað landsins án þess að gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Gerðar hafa verið ákveðnar úrbætur, yfirráðin eru flókin auk þess sem gestir eiga það til að hundsa tilmæli og hættan getur verið mjög mikil. Þess vegna er hér lagt til að vinna áhættumat og lögreglan geti á grunni þess lokað svæðinu þegar þess þarf en það eru að öllum líkindum ekki nema um fimm til sjö dagar á ári,“ segir Þórdís Kolbrún. Tilgangurinn er að á grundvelli áhættumatsins hafi yfirvöld lagaheimildir til að loka svæðinu tímabundið til að koma í veg fyrir slys. Áætlað er að sú staða geti komið upp í um 5 til 7 daga á ári á tímabilinu nóvember til mars. Þessu til viðbótar á eftir að ljúka við að innleiða að fullu ölduspá- og viðvörunarkerfi fyrir Reynisfjöru sem ráðherra ferðamála fól Ferðamálastofu að semja um við Vegagerðina árið 2017 og var fjármagnað með fé sem sett var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ölduspákerfið hefur þegar verið þróað af Vegagerðinni; það er aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar og upplýsingar úr því eru einnig birtar á vef og upplýsingaskjáum SafeTravel-verkefnis Landsbjargar. Kerfið spáir fjóra daga fram í tímann og getur þannig nýst við skipulagningu ferða. Síðari hluta verkefnisins er hins vegar ólokið, en það er uppsetning á mastri við fjöruna með viðvörunarljósi til marks um hættuástand. Ástæðan er að ekki hefur fengist leyfi hjá öllum landeigendum á svæðinu, sem eru um 250 talsins, til uppsetningar á því. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. Verkefnið verður í höndum lögreglunnar á Suðurlandi sem hyggst vinna í samstarfi við Vegagerðina, Veðurstofuna og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Áhættumatið mun taka til bæði öldufalls og berghruns. Nokkur banaslys hafa átt sér stað í Reynisfjöru undanfarin ár. Í vikunni lenti ferðamaður í lífshættu eftir að hann sogaðist út með einni öldunni. Þá lokuðust ferðamenn af inni í helli. „Það er ekki ásættanlegt að það liggi við stórslysi á einum vinsælasta áfangastað landsins án þess að gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Gerðar hafa verið ákveðnar úrbætur, yfirráðin eru flókin auk þess sem gestir eiga það til að hundsa tilmæli og hættan getur verið mjög mikil. Þess vegna er hér lagt til að vinna áhættumat og lögreglan geti á grunni þess lokað svæðinu þegar þess þarf en það eru að öllum líkindum ekki nema um fimm til sjö dagar á ári,“ segir Þórdís Kolbrún. Tilgangurinn er að á grundvelli áhættumatsins hafi yfirvöld lagaheimildir til að loka svæðinu tímabundið til að koma í veg fyrir slys. Áætlað er að sú staða geti komið upp í um 5 til 7 daga á ári á tímabilinu nóvember til mars. Þessu til viðbótar á eftir að ljúka við að innleiða að fullu ölduspá- og viðvörunarkerfi fyrir Reynisfjöru sem ráðherra ferðamála fól Ferðamálastofu að semja um við Vegagerðina árið 2017 og var fjármagnað með fé sem sett var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Ölduspákerfið hefur þegar verið þróað af Vegagerðinni; það er aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar og upplýsingar úr því eru einnig birtar á vef og upplýsingaskjáum SafeTravel-verkefnis Landsbjargar. Kerfið spáir fjóra daga fram í tímann og getur þannig nýst við skipulagningu ferða. Síðari hluta verkefnisins er hins vegar ólokið, en það er uppsetning á mastri við fjöruna með viðvörunarljósi til marks um hættuástand. Ástæðan er að ekki hefur fengist leyfi hjá öllum landeigendum á svæðinu, sem eru um 250 talsins, til uppsetningar á því.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira