Efri Haukadalsá í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 18. nóvember 2019 13:00 Efri Haukadalsá er kannski ekki vel þekkt en hún er engu að síður þrælskemmtileg á þótt hún láti lítið fyrir sér fara. Veiðifélagið Haukar sem er veiðifélag árinnar hefur auglýst ánna í útboði og miðað við hvað eftirspurn eftir minni ám er mikil má jafnvel reikna með því að það verði nokkur eftirspurn eftir henni. Hún hefur það sem flestir eru að leita eftir í litlum ám, veiðihús, aðeins veitt á tvær stangir og hæfilega stutt frá bænum. Hér eru upplýsingar um útboðið:Útboð Efri-Haukadalsá – framlengt. Veiðifélagið Haukar, sem er veiðifélag Efri-Haukadalsár (ofan vatns) í Haukadal, í Dalabyggð framlengir hér með tilboðsfrest í veiðirétt í ánni fyrir næstu ár, fyrst 2020. Heimilt er að veiða á 2 stangir í senn. Veiðihús er við ána sem fylgir leigumála. Sérstaklega verður horft til fiskiræktar og umgengni um ána. Allar frekari upplýsingar veitir Reynir Guðbrandsson, sími 8619952, e-mail efrihauka@gmail.com. Tilboðum skal skilað til Reynis Guðbrandssonar, Jörva, 371 Búðardal, eða á meðfylgjandi netfang, eigi síðar en 10. desember 2019. Tilboð verða opnuð 12. desember. Stjórn Veiðifélagsins Haukar Dalabyggð Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði
Efri Haukadalsá er kannski ekki vel þekkt en hún er engu að síður þrælskemmtileg á þótt hún láti lítið fyrir sér fara. Veiðifélagið Haukar sem er veiðifélag árinnar hefur auglýst ánna í útboði og miðað við hvað eftirspurn eftir minni ám er mikil má jafnvel reikna með því að það verði nokkur eftirspurn eftir henni. Hún hefur það sem flestir eru að leita eftir í litlum ám, veiðihús, aðeins veitt á tvær stangir og hæfilega stutt frá bænum. Hér eru upplýsingar um útboðið:Útboð Efri-Haukadalsá – framlengt. Veiðifélagið Haukar, sem er veiðifélag Efri-Haukadalsár (ofan vatns) í Haukadal, í Dalabyggð framlengir hér með tilboðsfrest í veiðirétt í ánni fyrir næstu ár, fyrst 2020. Heimilt er að veiða á 2 stangir í senn. Veiðihús er við ána sem fylgir leigumála. Sérstaklega verður horft til fiskiræktar og umgengni um ána. Allar frekari upplýsingar veitir Reynir Guðbrandsson, sími 8619952, e-mail efrihauka@gmail.com. Tilboðum skal skilað til Reynis Guðbrandssonar, Jörva, 371 Búðardal, eða á meðfylgjandi netfang, eigi síðar en 10. desember 2019. Tilboð verða opnuð 12. desember. Stjórn Veiðifélagsins Haukar
Dalabyggð Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Aukin veiði fjölgar refum Veiði