Vilja geta lokað áður en fólk lendir í sjónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:02 Skjáskot úr myndbandi sem ferðamaður í tók í Reynisfjöru 11. nóvember síðastliðinn. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Í síðustu viku slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda tók hann með sér og velti um í fjörunni. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ráðuneytin sem standa að gerð hættumatsins eru dómsmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu.Sjá einnig: „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að hættumatið muni auðvelda lögreglu og öðrum viðeigandi aðilum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, til dæmis lokana, þegar aðstæður gefa tilefni til þess. „Þessi lokun er hugsuð fyrir þessar aðstæður sem geta myndast, sem hættumatið á í rauninni að hjálpa okkur við að meta. Þannig að við getum mögulega lokað áður en fólk lendir í sjónum.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Sveinn vonast til þess að hættumatið taki sem stystan tíma en nú taki við vinnsla úr umfangsmiklu gagnasafni, m.a. frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Aðspurður segir hann að varanlegar lokanir við Reynisfjöru séu þó ekki í pípunum. „Við ætlum að byrja á að fá þetta mat í gegn og þessa áhættugreiningu, og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lokun eða slíkt, ekki nema svæðið undir hamrinum þar sem grjóthrunið varð en það er náttúrulega búið að vera lokað síðan hrundi.“ Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar hafa ítrekað orðið slys síðustu ár, einkum meðal erlendra ferðamanna sem virðast virða viðvörunarskilti í fjörunni að vettugi. Nú síðast slasaðist ferðamaður í fjörunni 11. nóvember síðastliðinn þegar alda hrifsaði hóp ferðamanna með sér og velti um í fjörunni.Myndband af atvikinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, vakti mikla athygli. Þórólfur Sævar Sæmundsson leiðsögumaður sagði í samtali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og í umrætt skipti. Sveinn segist þó ekki merkja aukningu í slysum á svæðinu, þau verði jafnt og þétt yfir árið. „Okkur vantar nú þetta tól til að geta sagt: Nú eru þær aðstæður að það er ekki forsvaranlegt að hafa svæðið opið. Við erum að halda áfram að gera okkar besta til að tryggja öryggi fólks á svæðinu,“ segir Sveinn. Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Í síðustu viku slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda tók hann með sér og velti um í fjörunni. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ráðuneytin sem standa að gerð hættumatsins eru dómsmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu.Sjá einnig: „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að hættumatið muni auðvelda lögreglu og öðrum viðeigandi aðilum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, til dæmis lokana, þegar aðstæður gefa tilefni til þess. „Þessi lokun er hugsuð fyrir þessar aðstæður sem geta myndast, sem hættumatið á í rauninni að hjálpa okkur við að meta. Þannig að við getum mögulega lokað áður en fólk lendir í sjónum.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Sveinn vonast til þess að hættumatið taki sem stystan tíma en nú taki við vinnsla úr umfangsmiklu gagnasafni, m.a. frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Aðspurður segir hann að varanlegar lokanir við Reynisfjöru séu þó ekki í pípunum. „Við ætlum að byrja á að fá þetta mat í gegn og þessa áhættugreiningu, og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lokun eða slíkt, ekki nema svæðið undir hamrinum þar sem grjóthrunið varð en það er náttúrulega búið að vera lokað síðan hrundi.“ Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar hafa ítrekað orðið slys síðustu ár, einkum meðal erlendra ferðamanna sem virðast virða viðvörunarskilti í fjörunni að vettugi. Nú síðast slasaðist ferðamaður í fjörunni 11. nóvember síðastliðinn þegar alda hrifsaði hóp ferðamanna með sér og velti um í fjörunni.Myndband af atvikinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, vakti mikla athygli. Þórólfur Sævar Sæmundsson leiðsögumaður sagði í samtali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og í umrætt skipti. Sveinn segist þó ekki merkja aukningu í slysum á svæðinu, þau verði jafnt og þétt yfir árið. „Okkur vantar nú þetta tól til að geta sagt: Nú eru þær aðstæður að það er ekki forsvaranlegt að hafa svæðið opið. Við erum að halda áfram að gera okkar besta til að tryggja öryggi fólks á svæðinu,“ segir Sveinn. Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15