Mæður sem missa börn sín margfalt líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 19:30 Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira