Fæla nýnasista frá fæðingarstað Hitlers með því að breyta honum í lögreglustöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 23:30 Þessu húsi verður breytt í lögreglustöð. Vísir/Getty Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra. Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra.
Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52
Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40
Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00
Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15