Hafa lokað tímabundið fyrir innskráningar með Íslykli Björn Þorfinnsson skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Pei-reikningur í nafni Jónu Guðrúnar Ólafsdóttur var notaður til kaupa á símum og tölvum. Nordicphotos/Getty Greiðslumiðlun, sem á og rekur greiðslulausnina Pei, hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir notkun Íslykils sem auðkenningaraðferðar inn í forritið. Ákvörðunin er tekin í ljósi fréttar sem birtist í Fréttablaði gærdagsins um fjársvikamál þar sem langt leiddur fíkill komst yfir Íslykils-lykilorð móður sinnar. Með því tókst viðkomandi að stofna reikning á smáforritinu Pei og kaupa vörur í Elko, síma og spjaldtölvur, fyrir rúma eina milljón króna. Móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, fékk síðan fjóra greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun senda í netbankann sinn og hrökk þá upp við vondan draum. „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið,“ segir Jóna Guðrún. Hún gagnrýndi harðlega að hægt væri með svo auðveldum hætti að stofna til reikningsviðskipta í greiðslulausninni.Jóna Guðrún Ólafsdóttir.Hámarksheimild sem hægt er að fá í Pei er tvær milljónir króna og segist Jóna Guðrún setja spurningarmerki við að hægt sé að fá svo háa heimild án þess að hafa haft nokkur fyrri viðskipti í gegnum greiðslulausnina. „Mér skilst að meira að segja smálánafyrirtækin hafi verið byggð þannig upp að fyrst fengu nýskráðir aðilar lága heimild sem hafi síðan hækkað smátt og smátt ef staðið var í skilum. Það hefði munað miklu fyrir mig ef ég hefði fengið einn greiðsluseðil upp á 50 eða 100 þúsund krónur. Þá hefði ég getað brugðist við og lokað á þetta. Þarna fæ ég bara milljón í hausinn og fyrirtækin yppa öxlum og segjast ekki bera ábyrgð á þessu,“ segir Jóna Guðrún. Hún kvaðst hafa leitað til lögfræðings til þess að kanna réttarstöðuna sína gagnvart Greiðslumiðlun og Elko enda hafi fyrirtækin verið mjög óbilgjörn í afstöðu sinni um að hún sæti uppi með allt tjónið. Lögmaður Greiðslumiðlunar, Bjarni Þór Óskarsson, staðfesti í fyrri frétt að slík svik í gegnum greiðslulausnina hefðu átt sér stað þó að þau væru sjaldgæf. Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum um fjölda slíkra tilvika sem og heildarupphæð svikanna en fyrirtækið neitaði að veita þær upplýsingar. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15 Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Greiðslumiðlun, sem á og rekur greiðslulausnina Pei, hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir notkun Íslykils sem auðkenningaraðferðar inn í forritið. Ákvörðunin er tekin í ljósi fréttar sem birtist í Fréttablaði gærdagsins um fjársvikamál þar sem langt leiddur fíkill komst yfir Íslykils-lykilorð móður sinnar. Með því tókst viðkomandi að stofna reikning á smáforritinu Pei og kaupa vörur í Elko, síma og spjaldtölvur, fyrir rúma eina milljón króna. Móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, fékk síðan fjóra greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun senda í netbankann sinn og hrökk þá upp við vondan draum. „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið,“ segir Jóna Guðrún. Hún gagnrýndi harðlega að hægt væri með svo auðveldum hætti að stofna til reikningsviðskipta í greiðslulausninni.Jóna Guðrún Ólafsdóttir.Hámarksheimild sem hægt er að fá í Pei er tvær milljónir króna og segist Jóna Guðrún setja spurningarmerki við að hægt sé að fá svo háa heimild án þess að hafa haft nokkur fyrri viðskipti í gegnum greiðslulausnina. „Mér skilst að meira að segja smálánafyrirtækin hafi verið byggð þannig upp að fyrst fengu nýskráðir aðilar lága heimild sem hafi síðan hækkað smátt og smátt ef staðið var í skilum. Það hefði munað miklu fyrir mig ef ég hefði fengið einn greiðsluseðil upp á 50 eða 100 þúsund krónur. Þá hefði ég getað brugðist við og lokað á þetta. Þarna fæ ég bara milljón í hausinn og fyrirtækin yppa öxlum og segjast ekki bera ábyrgð á þessu,“ segir Jóna Guðrún. Hún kvaðst hafa leitað til lögfræðings til þess að kanna réttarstöðuna sína gagnvart Greiðslumiðlun og Elko enda hafi fyrirtækin verið mjög óbilgjörn í afstöðu sinni um að hún sæti uppi með allt tjónið. Lögmaður Greiðslumiðlunar, Bjarni Þór Óskarsson, staðfesti í fyrri frétt að slík svik í gegnum greiðslulausnina hefðu átt sér stað þó að þau væru sjaldgæf. Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum um fjölda slíkra tilvika sem og heildarupphæð svikanna en fyrirtækið neitaði að veita þær upplýsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15 Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15
Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30