Skattaleg áhrif af samningi við starfsmann Seðlabankans óviss Ari Brynjólfsson skrifar 1. nóvember 2019 07:15 Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Vísir/Hanna Líklegt er að Seðlabanki Íslands hafi dregið frá staðgreiðslu skatts á átta milljóna króna greiðslum til Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Fréttablaðið fékk samninginn afhentan í síðustu viku og sendi í kjölfarið fyrirspurn um skattaleg áhrif samningsins. Hvort bankinn hafi haldið eftir staðgreiðslu á skatti eða ekki. Ekkert svar hefur borist frá bankanum. Seðlabankinn neitaði að afhenda blaðamanni samninginn þegar eftir því var óskað fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda hann. Í kjölfarið stefndi bankinn blaðamanninum til að fella úrskurð þess efnis úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi. Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sérfræðingur í skattarétti, segir að almennt sé ekki venja að gera grein fyrir skattalegum áhrifum viðskipta í samningi af þessari gerð, ekki frekar en í uppgjöri vegna slyss eða tjóns. „Annars er þetta tiltölulega einfaldur samningur. Í honum er þannig aðeins fjallað um laun og styrk. Gera verður ráð fyrir að styrkþegi hafi haldið skattalegri heimilisfesti sinni hér á landi meðan á námsdvölinni stóð þannig að greiðslurnar hafa sætt íslenskum skatti,“ segir Ásmundur. „Af laununum hefur því sennilega verið greiddur venjulegur tekjuskattur að teknu tilliti til iðgjalda í lífeyrissjóð. Frá styrknum er hins vegar unnt að draga skólagjald og annan námskostnað,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Líklegt er að Seðlabanki Íslands hafi dregið frá staðgreiðslu skatts á átta milljóna króna greiðslum til Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Fréttablaðið fékk samninginn afhentan í síðustu viku og sendi í kjölfarið fyrirspurn um skattaleg áhrif samningsins. Hvort bankinn hafi haldið eftir staðgreiðslu á skatti eða ekki. Ekkert svar hefur borist frá bankanum. Seðlabankinn neitaði að afhenda blaðamanni samninginn þegar eftir því var óskað fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda hann. Í kjölfarið stefndi bankinn blaðamanninum til að fella úrskurð þess efnis úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi. Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sérfræðingur í skattarétti, segir að almennt sé ekki venja að gera grein fyrir skattalegum áhrifum viðskipta í samningi af þessari gerð, ekki frekar en í uppgjöri vegna slyss eða tjóns. „Annars er þetta tiltölulega einfaldur samningur. Í honum er þannig aðeins fjallað um laun og styrk. Gera verður ráð fyrir að styrkþegi hafi haldið skattalegri heimilisfesti sinni hér á landi meðan á námsdvölinni stóð þannig að greiðslurnar hafa sætt íslenskum skatti,“ segir Ásmundur. „Af laununum hefur því sennilega verið greiddur venjulegur tekjuskattur að teknu tilliti til iðgjalda í lífeyrissjóð. Frá styrknum er hins vegar unnt að draga skólagjald og annan námskostnað,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira