Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi 1. nóvember 2019 21:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Baldur Hrafnkell Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45