Ekki nóg að upplýsa fólk um réttindi sín Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Dovelyn Rannveig Mendoza segir stöðu erlends verkafólks á Íslandi góða í alþjóðlegum samanburði samkvæmt athugunum. Fréttablaðið/Ernir „Það er mikilvægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuafli. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk fluttist hingað og aðlagaðist samfélaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráðgjöf til alþjóðastofnana og stjórnvalda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hollandi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkjunum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuafl. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélaginu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismunun í sambandi við laun og ýmislegt fleira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hagkerfisins fyrir vinnuafl sé oft árstíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem flytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélaginu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rannsóknarverkefni sem tengist stöðunni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl flust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunverulegum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuafl, aðallega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólksflutninga frá ótal hliðum en tilhneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og fleiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka innflytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuafls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuafli. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk fluttist hingað og aðlagaðist samfélaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráðgjöf til alþjóðastofnana og stjórnvalda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hollandi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkjunum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuafl. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélaginu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismunun í sambandi við laun og ýmislegt fleira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hagkerfisins fyrir vinnuafl sé oft árstíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem flytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélaginu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rannsóknarverkefni sem tengist stöðunni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl flust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunverulegum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuafl, aðallega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólksflutninga frá ótal hliðum en tilhneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og fleiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka innflytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuafls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira