Ekki nóg að upplýsa fólk um réttindi sín Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Dovelyn Rannveig Mendoza segir stöðu erlends verkafólks á Íslandi góða í alþjóðlegum samanburði samkvæmt athugunum. Fréttablaðið/Ernir „Það er mikilvægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuafli. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk fluttist hingað og aðlagaðist samfélaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráðgjöf til alþjóðastofnana og stjórnvalda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hollandi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkjunum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuafl. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélaginu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismunun í sambandi við laun og ýmislegt fleira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hagkerfisins fyrir vinnuafl sé oft árstíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem flytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélaginu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rannsóknarverkefni sem tengist stöðunni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl flust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunverulegum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuafl, aðallega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólksflutninga frá ótal hliðum en tilhneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og fleiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka innflytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuafls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuafli. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk fluttist hingað og aðlagaðist samfélaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráðgjöf til alþjóðastofnana og stjórnvalda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hollandi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkjunum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuafl. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélaginu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismunun í sambandi við laun og ýmislegt fleira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hagkerfisins fyrir vinnuafl sé oft árstíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem flytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélaginu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rannsóknarverkefni sem tengist stöðunni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl flust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunverulegum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuafl, aðallega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólksflutninga frá ótal hliðum en tilhneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og fleiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka innflytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuafls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira