Lækka styrkinn vegna leiðréttingar öryrkja Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. nóvember 2019 07:45 Þuríður Harpa Sigurðardóttir segir nauðsynlegt að bæði tekju- og eignaviðmið fylgi markaði, til dæmis hækkun húsaleigu. Fréttablaðið/Anton Brink Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna. Í júlí var gerð breyting á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar þar sem upphæðir örorkubóta voru hækkaðar og skerðingar lækkaðar. 65 prósent af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif á útreikninga í stað 100 prósenta. Giltu þessar breytingar frá áramótum og því fengu öryrkjar leiðréttinguna greidda afturvirkt í ágúst. Þann 28. október tilkynntu Félagsbústaðir að sérstakur húsnæðisstyrkur myndi lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda vegna lagabreytinganna þar sem þeir væru komnir yfir tekjuviðmiðin. Þá munu almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í sumum tilfellum. Öryrkjar fundu fyrir þessari skerðingu í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bagalegt að leiðréttingar skili sér ekki til fólksins. Hið opinbera taki úr öðrum vasa sínum og setji í hinn. „Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu. Að mati Þuríðar er nauðsynlegt að hækka viðmið, bæði tekjuviðmið og eignaviðmið, á ýmsum stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt almennum markaði, til dæmis mikilli hækkun á leiguverði húsnæðis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna. Í júlí var gerð breyting á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar þar sem upphæðir örorkubóta voru hækkaðar og skerðingar lækkaðar. 65 prósent af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif á útreikninga í stað 100 prósenta. Giltu þessar breytingar frá áramótum og því fengu öryrkjar leiðréttinguna greidda afturvirkt í ágúst. Þann 28. október tilkynntu Félagsbústaðir að sérstakur húsnæðisstyrkur myndi lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda vegna lagabreytinganna þar sem þeir væru komnir yfir tekjuviðmiðin. Þá munu almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í sumum tilfellum. Öryrkjar fundu fyrir þessari skerðingu í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bagalegt að leiðréttingar skili sér ekki til fólksins. Hið opinbera taki úr öðrum vasa sínum og setji í hinn. „Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu. Að mati Þuríðar er nauðsynlegt að hækka viðmið, bæði tekjuviðmið og eignaviðmið, á ýmsum stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt almennum markaði, til dæmis mikilli hækkun á leiguverði húsnæðis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira