Lækka styrkinn vegna leiðréttingar öryrkja Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. nóvember 2019 07:45 Þuríður Harpa Sigurðardóttir segir nauðsynlegt að bæði tekju- og eignaviðmið fylgi markaði, til dæmis hækkun húsaleigu. Fréttablaðið/Anton Brink Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna. Í júlí var gerð breyting á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar þar sem upphæðir örorkubóta voru hækkaðar og skerðingar lækkaðar. 65 prósent af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif á útreikninga í stað 100 prósenta. Giltu þessar breytingar frá áramótum og því fengu öryrkjar leiðréttinguna greidda afturvirkt í ágúst. Þann 28. október tilkynntu Félagsbústaðir að sérstakur húsnæðisstyrkur myndi lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda vegna lagabreytinganna þar sem þeir væru komnir yfir tekjuviðmiðin. Þá munu almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í sumum tilfellum. Öryrkjar fundu fyrir þessari skerðingu í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bagalegt að leiðréttingar skili sér ekki til fólksins. Hið opinbera taki úr öðrum vasa sínum og setji í hinn. „Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu. Að mati Þuríðar er nauðsynlegt að hækka viðmið, bæði tekjuviðmið og eignaviðmið, á ýmsum stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt almennum markaði, til dæmis mikilli hækkun á leiguverði húsnæðis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna. Í júlí var gerð breyting á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar þar sem upphæðir örorkubóta voru hækkaðar og skerðingar lækkaðar. 65 prósent af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif á útreikninga í stað 100 prósenta. Giltu þessar breytingar frá áramótum og því fengu öryrkjar leiðréttinguna greidda afturvirkt í ágúst. Þann 28. október tilkynntu Félagsbústaðir að sérstakur húsnæðisstyrkur myndi lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda vegna lagabreytinganna þar sem þeir væru komnir yfir tekjuviðmiðin. Þá munu almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í sumum tilfellum. Öryrkjar fundu fyrir þessari skerðingu í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bagalegt að leiðréttingar skili sér ekki til fólksins. Hið opinbera taki úr öðrum vasa sínum og setji í hinn. „Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu. Að mati Þuríðar er nauðsynlegt að hækka viðmið, bæði tekjuviðmið og eignaviðmið, á ýmsum stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt almennum markaði, til dæmis mikilli hækkun á leiguverði húsnæðis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira