Innlent

Spáir hóflegri hagvexti

Jón Þórisson skrifar
Steinunn Þóra Árnadóttir.
Steinunn Þóra Árnadóttir. fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson
Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir 1,7 prósenta hagvexti á næsta ári.

Við gerð fjárlagafrumvarps, sem nú er til meðferðar í fjárlaganefnd, var mið tekið af vorspá Hagstofunnar þar sem gert var ráð fyrir að hagvöxtur næsta árs yrði 2,6 prósent. Búast má því við að laga þurfi frumvarpið að lægri hagvaxtarspá.

Fulltrúar Hagstofunnar kynntu nýju spána á fundi fjárlaganefndar í gær. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir að gera megi ráð fyrir að nefndarmenn meti nú hvaða áhrif lækkuð spá hefur á fjárlagafrumvarpið.

„Við eigum eftir að leggjast yfir þetta og ég reikna með að helgin fari í það hjá hverjum og einum nefndarmanni. Svo mun nefndin skoða hvaða áhrif þetta hefur í framhaldinu,“ segir Steinunn.

Þá kemur fram í spá Hagstofunnar að útlit sé fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent á yfirstandandi ári. Ástæður þess samdráttar megi einkum rekja til minni innlendrar eftirspurnar á árinu og minni útflutnings en á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×