Vilja þjálfa ungmenni til að gæta þjóðaröryggis Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:00 Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“ Netöryggi Tækni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“
Netöryggi Tækni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira