Hvítur, hvítur dagur vann aðalverðlaun í Þýskalandi Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 14:24 Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. Nordische Filmtage Lübeck/Olaf Mal tooth Íslenska kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hlaut í gærkvöldi aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck í Þýskalandi. Mikill fjöldi norrænna kvikmynda kepptu um verðlaunin á hátíðinni sem er sú eina sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir ásamt myndum frá Eystrasaltslöndunum og norðurhluta Þýskalands. Meðal þeirra mynda sem kepptu um hylli dómnefndar á hátíðinni voru íslensku kvikmyndirnar Héraðið og Bergmál, ásamt dönsku myndinni Queen of Hearts sem hlaut í síðustu viku Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Aðalverðlaunum hátíðarinnar fylgdu 12.500 evrur eða um 1,7 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar. Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni sem nefnast The Interfilm Church Prize. Hvítur, hvítur dagur er ekki fyrsta íslenska kvikmyndin til að hljóta umrædd verðlaun. Kvikmyndirnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, Vonarstræti eftir Baldvin Z og Hin Helgu Vé eftir Hrafn Gunnlaugsson hafa áður hlotið sama heiður. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30 Hvítur hvítur dagur seld til yfir 30 landa Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. 4. september 2019 16:30 Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hlaut í gærkvöldi aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck í Þýskalandi. Mikill fjöldi norrænna kvikmynda kepptu um verðlaunin á hátíðinni sem er sú eina sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir ásamt myndum frá Eystrasaltslöndunum og norðurhluta Þýskalands. Meðal þeirra mynda sem kepptu um hylli dómnefndar á hátíðinni voru íslensku kvikmyndirnar Héraðið og Bergmál, ásamt dönsku myndinni Queen of Hearts sem hlaut í síðustu viku Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Aðalverðlaunum hátíðarinnar fylgdu 12.500 evrur eða um 1,7 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar. Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni sem nefnast The Interfilm Church Prize. Hvítur, hvítur dagur er ekki fyrsta íslenska kvikmyndin til að hljóta umrædd verðlaun. Kvikmyndirnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, Vonarstræti eftir Baldvin Z og Hin Helgu Vé eftir Hrafn Gunnlaugsson hafa áður hlotið sama heiður.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30 Hvítur hvítur dagur seld til yfir 30 landa Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. 4. september 2019 16:30 Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. 11. september 2019 14:30
Hvítur hvítur dagur seld til yfir 30 landa Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. 4. september 2019 16:30
Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05