Sportpakkinn: Einn besti leikmaður Olís-deildarinnar er með 15 manns í vinnu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2019 17:04 Eftir að hafa horfið af handboltasviðinu um tíma hefur Guðmundur Árni Ólafsson komið eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sem er á toppi Olís-deildar karla. Guðmundur Árni lék sem atvinnumaður í Danmörku í nokkur ár en sneri aftur heim til Íslands 2016. „Þegar ég kom heim var ég kominn í fyrirtækjarekstur. Það tók ansi mikinn tíma frá mér og ég hafði mikinn metnað á því sviði,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Ég reyndi eins og ég gat að halda mörgum boltum á lofti en það var erfitt. Ég lét reyna á fyrirtækjareksturinn sem ég er ennþá með. Ég er með um 15 starfsmenn í vinnu og þegar það var komið á mjög góðan stað gat ég farið að einbeita mér aftur að handboltanum og hungrið kom. Ég saknaði þess að spila á hæsta getustigi.“ Eftir að hafa spilað með HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili samdi Guðmundur Árni við Aftureldingu í sumar. Þar hitti hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr yngri landsliðunum. „Ég þekkti Einar Andra [Einarsson]. Hann er þjálfari að mínu skapi og ég vildi spila undir hans stjórn,“ sagði Guðmundur Árni. Hann verður í eldlínunni þegar Afturelding tekur á móti Haukum í toppslag í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. „Við vitum að Haukar eru með stóra og sterka en frekar passíva vörn miðað við síðustu tímabil. Báðir þjálfarar eru mjög taktíkst öflugir. Það verða einhverjar hrókeringar og menn þurfa að gera breytingar til að aðlagast leiknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Ég vona að þetta verði mjög jafnt allan tímann eins og flestir okkar leikir og þetta ráðist á síðustu stundu.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Eftir að hafa horfið af handboltasviðinu um tíma hefur Guðmundur Árni Ólafsson komið eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sem er á toppi Olís-deildar karla. Guðmundur Árni lék sem atvinnumaður í Danmörku í nokkur ár en sneri aftur heim til Íslands 2016. „Þegar ég kom heim var ég kominn í fyrirtækjarekstur. Það tók ansi mikinn tíma frá mér og ég hafði mikinn metnað á því sviði,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Ég reyndi eins og ég gat að halda mörgum boltum á lofti en það var erfitt. Ég lét reyna á fyrirtækjareksturinn sem ég er ennþá með. Ég er með um 15 starfsmenn í vinnu og þegar það var komið á mjög góðan stað gat ég farið að einbeita mér aftur að handboltanum og hungrið kom. Ég saknaði þess að spila á hæsta getustigi.“ Eftir að hafa spilað með HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili samdi Guðmundur Árni við Aftureldingu í sumar. Þar hitti hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr yngri landsliðunum. „Ég þekkti Einar Andra [Einarsson]. Hann er þjálfari að mínu skapi og ég vildi spila undir hans stjórn,“ sagði Guðmundur Árni. Hann verður í eldlínunni þegar Afturelding tekur á móti Haukum í toppslag í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. „Við vitum að Haukar eru með stóra og sterka en frekar passíva vörn miðað við síðustu tímabil. Báðir þjálfarar eru mjög taktíkst öflugir. Það verða einhverjar hrókeringar og menn þurfa að gera breytingar til að aðlagast leiknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Ég vona að þetta verði mjög jafnt allan tímann eins og flestir okkar leikir og þetta ráðist á síðustu stundu.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15