Vildu ekki að séra Þórir hefði dagskrárvald Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 17:56 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. FBL/Anton Brink Kirkjuráð vildi ekki að séra Þórir Stephensen hefði dagskrárvald og ákvað því að senda bréfið aftur sem hann hafði beðið kirkjuráð um að opna ári eftir andlát hans. Þetta segir Agnes M. Sigurðadóttir biskup Íslands aðspurð hvers vegna kirkjuráð komst að þeirri niðurstöðu að skila bréfinu. Þann 16. október síðastliðinn var bréf lagt fyrir fund kirkjuráðs sem merkt var með orðunum trúnaðarmál. Umslagið barst Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í september og voru fyrstu viðbrögð kirkjuráðs við bréfinu að ósk séra Þóris yrði virt. Kirkjuráð kom aftur til fundar á föstudag þar sem ákveðið var að skila bréfinu. Í fyrra var greint frá því að Þórir hefði gengist við því að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum þegar hann var í guðfræðinámi.Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Ekki er vitað hvað sendur í bréfi Þóris sem hann sendi kirkjuráði en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann ekki óalgengt að fólk legði fram heimildir sem ekki mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. „Það var ákveðið að endursenda bréfið í ljósi þess að bréfritari hafði ekki dagskrárvald í þessu máli og við viljum ekki geyma bréfið í þennan tiltekna tíma,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að kirkjuráð sé með þessu í ljósi sögunnar að skila syndinni svarar Agnes: „Já, kirkjan er að skila skömminni.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Kirkjuráð vildi ekki að séra Þórir Stephensen hefði dagskrárvald og ákvað því að senda bréfið aftur sem hann hafði beðið kirkjuráð um að opna ári eftir andlát hans. Þetta segir Agnes M. Sigurðadóttir biskup Íslands aðspurð hvers vegna kirkjuráð komst að þeirri niðurstöðu að skila bréfinu. Þann 16. október síðastliðinn var bréf lagt fyrir fund kirkjuráðs sem merkt var með orðunum trúnaðarmál. Umslagið barst Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í september og voru fyrstu viðbrögð kirkjuráðs við bréfinu að ósk séra Þóris yrði virt. Kirkjuráð kom aftur til fundar á föstudag þar sem ákveðið var að skila bréfinu. Í fyrra var greint frá því að Þórir hefði gengist við því að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum þegar hann var í guðfræðinámi.Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Ekki er vitað hvað sendur í bréfi Þóris sem hann sendi kirkjuráði en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann ekki óalgengt að fólk legði fram heimildir sem ekki mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. „Það var ákveðið að endursenda bréfið í ljósi þess að bréfritari hafði ekki dagskrárvald í þessu máli og við viljum ekki geyma bréfið í þennan tiltekna tíma,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að kirkjuráð sé með þessu í ljósi sögunnar að skila syndinni svarar Agnes: „Já, kirkjan er að skila skömminni.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10