Segir mikilvægt að auka fréttalæsi til að draga úr áhrifum falsfrétta Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. nóvember 2019 19:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að mikilvægt sé að Norðurlöndin hlúi að grunngildum sínum, þ.á.m. lýðræði. stöð 2 Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að Ísland muni með formennsku sinni í Norðurlandaráði á næsta ári leggja áherslu á að standa vörð um grunngildi Norðurlandanna sem sé víða ógnað í heiminum í dag. Silja kynnti formennskuáætlun Íslendinga fyrir næsta ár á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í vikunni. Þar kom fram að lögð verði áhersla á að standa vörð um sameiginlegu grunngildin lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Rætt var við Silju Dögg og Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Silja segir jafnframt að þetta séu einmitt gildi sem sé víða ógnað í heiminum í dag. „Fyrsta verkefni okkar er að við ætlum að standa vörð um lýðræðið og þá ætlum við að leggja áherslu á þessa vaxandi ógn af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Við ætlum líka að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem er ógnað af völdum mannanna vegna mengunar. Og við ætlum að standa vörð um tungumálin sem er kannski svona hjartað í menningunni.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór í Víglínunni í dag.Stöð 2„Ég tala íslensku á fundum því mér finnst mjög mikilvægt í þessu samstarfi að tungumálin öll séu jafnrétthá.“ Silja segir einnig að það sé samstaða um það innan ráðsins að enska sé ekki tekin upp í samskiptum ríkjanna. Hún segir það mikilvægt fyrir svo lítil ríki að takast á við umrædd verkefni saman. Silja er nýkomin úr heimsókn sinni til Sameinuðu þjóðanna en hún segir frjálslynda hugmyndafræði Norðurlandanna bersýnilega vera mjög ríka í starfi þeirra. „Hugmyndafræði Norðurlandanna er mjög rík í starfi Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög áberandi hvað við erum komin langt þegar maður fer í samanburð við aðrar þjóðir. Við erum ekki fullkomin hér á Norðurlöndunum og getum svo sannarlega gert betur á mörgum sviðum þannig að við megum heldur ekki ofmetnast.“Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, segir að mikilvægt sé að vera vakandi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Stöð 2Falsfréttir á netinu hafa orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum og hafa erlend ríki skipt sér með auknum mæli af innanríkismálum annarra ríkja meðal annars með beitingu falsfrétta. Bæði Guðlaugur og Silja telja að Íslendingar búi ekki yfir nægjum vörnum gegn slíkum afskiptum. „Við megum vera meira vakandi þegar kemur að öryggismálum og varnarmálum og þetta er bara partur af því. Sem betur fer hafa ekki orðið atburðir eins og við sjáum í nágrannalöndum okkar en það þýðir ekki að við eigum ekki að vera vakandi og á varðbergi,“ bætti Guðlaugur Þór við. Silja fullyrðir jafnframt að lýðræðinu sé ógnað með þessum hætti. Þess vegna sé mikilvægt að efla fréttalæsi, bæði hjá blaðamönnum og almenningi. Hún telur það vera algjört grundvallaratriði að fólk íhugi hvaðan fréttir séu að koma og geti lesið aðeins á milli línanna. „Í staðinn fyrir að gleypa þetta hrátt og fara svo mögulega að dreifa þessu áfram sem getur hreinlega verið hættulegt.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór sammældust um það að ekki væru nægar varnir gegn falsfréttum á Íslandi.Stöð 2Silja minnir þó á að hjarta starfs Norðurlandaráðs sé að ryðja burt stjórnsýsluhindrunum úr vegi sem hamli því að Norðurlandabúar geti allir fyllilega starfað og lært í hinum Norðurlöndunum. Eitt af þeim verkefnum sem unnið sé að í dag sé að tryggja það að ökuskírteini séu jafngild á öllum Norðurlöndunum. „Til dæmis í dag þá hafa Færeyingar ekki rétt á því að aka með sitt færeyska skírteini í Svíþjóð, sem er mjög furðulegt.“ Hún segir að verið sé að vinna í mörgum stórum málum sem séu bæði tæknileg og flókin. Ráðherrar ríkjanna starfi þar mikið saman. Eitt stærsta málið sé að menntun verði jafngild á Norðurlöndunum þannig að hægt sé að læra í sínu heimalandi og að menntunin sé svo metin að jöfnu í hinum ríkjunum. Utanríkismál Víglínan Tengdar fréttir Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26 Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55 Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30 Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að Ísland muni með formennsku sinni í Norðurlandaráði á næsta ári leggja áherslu á að standa vörð um grunngildi Norðurlandanna sem sé víða ógnað í heiminum í dag. Silja kynnti formennskuáætlun Íslendinga fyrir næsta ár á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í vikunni. Þar kom fram að lögð verði áhersla á að standa vörð um sameiginlegu grunngildin lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Rætt var við Silju Dögg og Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Silja segir jafnframt að þetta séu einmitt gildi sem sé víða ógnað í heiminum í dag. „Fyrsta verkefni okkar er að við ætlum að standa vörð um lýðræðið og þá ætlum við að leggja áherslu á þessa vaxandi ógn af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Við ætlum líka að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem er ógnað af völdum mannanna vegna mengunar. Og við ætlum að standa vörð um tungumálin sem er kannski svona hjartað í menningunni.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór í Víglínunni í dag.Stöð 2„Ég tala íslensku á fundum því mér finnst mjög mikilvægt í þessu samstarfi að tungumálin öll séu jafnrétthá.“ Silja segir einnig að það sé samstaða um það innan ráðsins að enska sé ekki tekin upp í samskiptum ríkjanna. Hún segir það mikilvægt fyrir svo lítil ríki að takast á við umrædd verkefni saman. Silja er nýkomin úr heimsókn sinni til Sameinuðu þjóðanna en hún segir frjálslynda hugmyndafræði Norðurlandanna bersýnilega vera mjög ríka í starfi þeirra. „Hugmyndafræði Norðurlandanna er mjög rík í starfi Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög áberandi hvað við erum komin langt þegar maður fer í samanburð við aðrar þjóðir. Við erum ekki fullkomin hér á Norðurlöndunum og getum svo sannarlega gert betur á mörgum sviðum þannig að við megum heldur ekki ofmetnast.“Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, segir að mikilvægt sé að vera vakandi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Stöð 2Falsfréttir á netinu hafa orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum og hafa erlend ríki skipt sér með auknum mæli af innanríkismálum annarra ríkja meðal annars með beitingu falsfrétta. Bæði Guðlaugur og Silja telja að Íslendingar búi ekki yfir nægjum vörnum gegn slíkum afskiptum. „Við megum vera meira vakandi þegar kemur að öryggismálum og varnarmálum og þetta er bara partur af því. Sem betur fer hafa ekki orðið atburðir eins og við sjáum í nágrannalöndum okkar en það þýðir ekki að við eigum ekki að vera vakandi og á varðbergi,“ bætti Guðlaugur Þór við. Silja fullyrðir jafnframt að lýðræðinu sé ógnað með þessum hætti. Þess vegna sé mikilvægt að efla fréttalæsi, bæði hjá blaðamönnum og almenningi. Hún telur það vera algjört grundvallaratriði að fólk íhugi hvaðan fréttir séu að koma og geti lesið aðeins á milli línanna. „Í staðinn fyrir að gleypa þetta hrátt og fara svo mögulega að dreifa þessu áfram sem getur hreinlega verið hættulegt.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór sammældust um það að ekki væru nægar varnir gegn falsfréttum á Íslandi.Stöð 2Silja minnir þó á að hjarta starfs Norðurlandaráðs sé að ryðja burt stjórnsýsluhindrunum úr vegi sem hamli því að Norðurlandabúar geti allir fyllilega starfað og lært í hinum Norðurlöndunum. Eitt af þeim verkefnum sem unnið sé að í dag sé að tryggja það að ökuskírteini séu jafngild á öllum Norðurlöndunum. „Til dæmis í dag þá hafa Færeyingar ekki rétt á því að aka með sitt færeyska skírteini í Svíþjóð, sem er mjög furðulegt.“ Hún segir að verið sé að vinna í mörgum stórum málum sem séu bæði tæknileg og flókin. Ráðherrar ríkjanna starfi þar mikið saman. Eitt stærsta málið sé að menntun verði jafngild á Norðurlöndunum þannig að hægt sé að læra í sínu heimalandi og að menntunin sé svo metin að jöfnu í hinum ríkjunum.
Utanríkismál Víglínan Tengdar fréttir Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26 Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55 Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30 Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26
Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55
Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30
Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent