Bergfyllan í Ketubjörgum féll fram í sjó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Þessar myndir eru frá árinu 2015 þegar lögreglan lokaði svæðinu af öryggisástæðum. mynd/lögreglan skagafirði Bergfyllan sem skagað hefur út frá bjargbrúninni á Ketubjörgum á Skaga undanfarin ár féll fram í sjó um helgina. Þúsundir tonna af jarðvegi fóru því í sjóinn en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Ingólf Sveinsson frá Lágmúla á Skaga sem kveðst varla hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá að fyllan væri hrunin úr bjarginu. Ekki er vitað hvenær um helgina bergfyllan hrundi fram en hún var þó á sínum stað á föstudaginn. Ketubjörg eru um 40 kílómetra norður af Sauðárkróki og vinsæll útsýnisstaður ferðamanna. Svæðið þar sem fyllan losnaði frá bjarginu heitir Innri-Bjargavík en lögreglan lokaði svæðinu tímabundið árið 2015 eftir að hættulegar sprungur tóku að myndast. Það gerðist eftir að klakastífla myndaðist á svæðinu svo lækjarvatn tók að smjúga niður í móbergið þannig að það losnaði. Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varð frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkaði og var orðin á þriðja metra þegar bergfyllan hrundi fram. Allt að 20 metra hár bingur af mold og grjóti er nú undir berginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, tók á svæðinu í gær en á því sést að kletturinn er horfinn og í staðinn kominn jarðvegsbingur. Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Bergfyllan sem skagað hefur út frá bjargbrúninni á Ketubjörgum á Skaga undanfarin ár féll fram í sjó um helgina. Þúsundir tonna af jarðvegi fóru því í sjóinn en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við Ingólf Sveinsson frá Lágmúla á Skaga sem kveðst varla hafa trúað sínum eigin augum þegar hann sá að fyllan væri hrunin úr bjarginu. Ekki er vitað hvenær um helgina bergfyllan hrundi fram en hún var þó á sínum stað á föstudaginn. Ketubjörg eru um 40 kílómetra norður af Sauðárkróki og vinsæll útsýnisstaður ferðamanna. Svæðið þar sem fyllan losnaði frá bjarginu heitir Innri-Bjargavík en lögreglan lokaði svæðinu tímabundið árið 2015 eftir að hættulegar sprungur tóku að myndast. Það gerðist eftir að klakastífla myndaðist á svæðinu svo lækjarvatn tók að smjúga niður í móbergið þannig að það losnaði. Um 65 metra hár klettur gróf sig frá berginu og varð frístanandi en á milli hans og bergsins var gjá sem breikkaði og var orðin á þriðja metra þegar bergfyllan hrundi fram. Allt að 20 metra hár bingur af mold og grjóti er nú undir berginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Elvar Már Jóhannsson, áhugaljósmyndari á Sauðárkróki, tók á svæðinu í gær en á því sést að kletturinn er horfinn og í staðinn kominn jarðvegsbingur.
Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira