Matráðar með niðurgang taki sér tveggja daga frí Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 16:15 Mikilvægt er að matreiðslufólk hugi að hreinlæti þegar það meðhöndlar matvæli. Getty/Westend61 Matvælastofnun hvetur fólk sem meðhöndlar mat til að halda sig heima sé það með niðurgangspest, í hið minnsta tvo sólarhringa eftir að einkenni hverfa. Margar slíkar pestir gangi nú manna á milli um þessar mundir, til að mynda nóróveirusýkingar eins og Vísir hefur greint frá síðustu daga. Þannig fundu næstum 80 starfsmann KPMG fyrir einkennum sem svipuðu til nóróveirusmits og þá var ungbarnaleikskóla í Grafarvogi lokað í tæpa viku vegna veirunnar.Helstu einkenni nóróveirusýkingar eru niðurgangur eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Tími frá smiti þar til einkenni koma fram eru 1 til 2 sólarhringar. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Sjá einnig: Aukning á niðurgangspestum hérlendis Fólk sem verkar eða ber fram mat er í kjörstöðu til að dreifa niðurgangspestum, að sögn Matvælastofnunar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu. „Smitaðir einstaklingar sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum, verslunum og matvælavinnslum skulu ávallt forðast að meðhöndla matvæli þar til tveimur dögum (48 klst) eftir að sjúkdómseinkenni hverfa,“ segir í aðvörun Matvælastofnunar.Þar segir jafnframt að uppköst séu bráðsmitandi og að til séu dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Þá sé jafnframt algengt að veiran smitiast með fæðu og vatni eftir aðkomu sýkts einstaklings. Einnig geti matvæli mengast í framleiðslunni með menguðu vatni við vökvun eða skolun. Heilbrigðismál Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Aukning á niðurgangspestum hérlendis Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. 1. nóvember 2019 14:31 Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Matvælastofnun hvetur fólk sem meðhöndlar mat til að halda sig heima sé það með niðurgangspest, í hið minnsta tvo sólarhringa eftir að einkenni hverfa. Margar slíkar pestir gangi nú manna á milli um þessar mundir, til að mynda nóróveirusýkingar eins og Vísir hefur greint frá síðustu daga. Þannig fundu næstum 80 starfsmann KPMG fyrir einkennum sem svipuðu til nóróveirusmits og þá var ungbarnaleikskóla í Grafarvogi lokað í tæpa viku vegna veirunnar.Helstu einkenni nóróveirusýkingar eru niðurgangur eða uppköst sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Tími frá smiti þar til einkenni koma fram eru 1 til 2 sólarhringar. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Sjá einnig: Aukning á niðurgangspestum hérlendis Fólk sem verkar eða ber fram mat er í kjörstöðu til að dreifa niðurgangspestum, að sögn Matvælastofnunar. Smitleiðir eru margar og getur veiran smitast beint manna á milli við snertingu. „Smitaðir einstaklingar sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum, verslunum og matvælavinnslum skulu ávallt forðast að meðhöndla matvæli þar til tveimur dögum (48 klst) eftir að sjúkdómseinkenni hverfa,“ segir í aðvörun Matvælastofnunar.Þar segir jafnframt að uppköst séu bráðsmitandi og að til séu dæmi þess að veiran hafi borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Þá sé jafnframt algengt að veiran smitiast með fæðu og vatni eftir aðkomu sýkts einstaklings. Einnig geti matvæli mengast í framleiðslunni með menguðu vatni við vökvun eða skolun.
Heilbrigðismál Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Aukning á niðurgangspestum hérlendis Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. 1. nóvember 2019 14:31 Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Aukning á niðurgangspestum hérlendis Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. 1. nóvember 2019 14:31
Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45