Håland langt á undan Messi og Ronaldo og verðmiðinn hækkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 09:00 Erling Braut Håland hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur. Hér fagnar hann sjöunda markinu sínu í gær. Getty/ Francesco Pecoraro Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að skrifa söguna í Meistaradeildinni í gær þegar hann skoraði fyrir Red Bull Salzburg í fjórða Meistaradeildarleiknum í röð. Håland skoraði strax á elleftu mínútu í gær í 1-1 jafntefli Red Bull Salzburg við Napoli á Ítalíu.Seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. And at just 19, RB Salzburg's Erling Braut Haaland could already be commanding a monster transfer feehttps://t.co/eIV1iuuJV5#UCLpic.twitter.com/7Nz9kzyBbi — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Håland hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum en því hefur enginn annar leikmaður náð í sögu keppninnar.7 - Erling Haaland has scored seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. Wunderkind. pic.twitter.com/thPucN0KNM — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019 Þrír aðrir hafa náð að skora í fjórum fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum en það eru Alessandro Del Piero, Diego Costa og Ze Carlos. Enginn hefur hins vegar ná að skora meira en fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Håland skoraði þrennu í fyrsta leiknum á móti Genk, eitt mark á móti Liverpool á Anfield, tvö mörk í heimaleiknum á móti Napoli og loks eitt mark í útileiknum við ítalska félagið í gær. Hann hefur nú skorað sjö mörk á fyrstu 272 mínútunum sínum í Meistaradeildinni eða mark á 39 mínútna fresti.Necesitaron menos partidos para marcar sus primeros 7 goles en Champions League: 4 partidos: HÅLAND 5 partidos: Diego Costa y Harry Kane 6 partidos: Adriano ... ... ... 18 partidos: Messi 33 partidos: Cristiano pic.twitter.com/rbPy9nP7nk — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 5, 2019Það er ljóst að Erling Braut Håland er kominn langt á undan bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hvað varðar markaskorun í Meistaradeildinni á sama tíma. Það tók Messi átján leiki í Meistaradeildinni að ná sjö mörkum og Ronaldo skoraði ekki sitt sjöunda Meistaradeildarmark fyrr en í leik númer 33. Þetta var hins vegar ekki eina metið sem Erling Braut Håland sló í gær því hann bætti einnig met þeirra Kylian Mbappé og Raúl. Enginn táningur hefur skorað fleiri mörk á einu Meistaradeildartímabili en Norðmaðurinn. Metið var sex mörk hjá þeim Mbappé og Raúl.4 - Erling Haaland is the fourth player in Champions League history to score in each of his first four appearances – the others are Zé Carlos (FC Porto, 1992/93), Alessandro Del Piero (Juventus, 1995) and Diego Costa (Atlético Madrid, 2013/14). Flames. pic.twitter.com/eZ85BM5zua — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019Erling Haaland makes history with his seventh UCL goal this season!pic.twitter.com/bVaUwqyJHo — ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2019 Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að verðmiðinn á Erling Braut Håland hækki með hverju marki hans í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu, bæði á Englandi og á Spáni, og það er ekkert skrýtið. Framganga hans á þessu tímabili lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið hjá þessum nítján ára strák. Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp að Red Bull Salzburg sé nú búið að setja hundrað milljón evra verðmiða á Håland. Samkvæmt fréttinni er búist við kapphlaupi um strákinn á milli Real Madrid og Manchester United.#Juve-#Haaland, il #Salisburgo vuole 100 milioni. E' asta con #Real e #Unitedhttps://t.co/HTJbgLGNHN — Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2019 Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að skrifa söguna í Meistaradeildinni í gær þegar hann skoraði fyrir Red Bull Salzburg í fjórða Meistaradeildarleiknum í röð. Håland skoraði strax á elleftu mínútu í gær í 1-1 jafntefli Red Bull Salzburg við Napoli á Ítalíu.Seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. And at just 19, RB Salzburg's Erling Braut Haaland could already be commanding a monster transfer feehttps://t.co/eIV1iuuJV5#UCLpic.twitter.com/7Nz9kzyBbi — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Håland hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum en því hefur enginn annar leikmaður náð í sögu keppninnar.7 - Erling Haaland has scored seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. Wunderkind. pic.twitter.com/thPucN0KNM — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019 Þrír aðrir hafa náð að skora í fjórum fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum en það eru Alessandro Del Piero, Diego Costa og Ze Carlos. Enginn hefur hins vegar ná að skora meira en fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Håland skoraði þrennu í fyrsta leiknum á móti Genk, eitt mark á móti Liverpool á Anfield, tvö mörk í heimaleiknum á móti Napoli og loks eitt mark í útileiknum við ítalska félagið í gær. Hann hefur nú skorað sjö mörk á fyrstu 272 mínútunum sínum í Meistaradeildinni eða mark á 39 mínútna fresti.Necesitaron menos partidos para marcar sus primeros 7 goles en Champions League: 4 partidos: HÅLAND 5 partidos: Diego Costa y Harry Kane 6 partidos: Adriano ... ... ... 18 partidos: Messi 33 partidos: Cristiano pic.twitter.com/rbPy9nP7nk — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 5, 2019Það er ljóst að Erling Braut Håland er kominn langt á undan bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hvað varðar markaskorun í Meistaradeildinni á sama tíma. Það tók Messi átján leiki í Meistaradeildinni að ná sjö mörkum og Ronaldo skoraði ekki sitt sjöunda Meistaradeildarmark fyrr en í leik númer 33. Þetta var hins vegar ekki eina metið sem Erling Braut Håland sló í gær því hann bætti einnig met þeirra Kylian Mbappé og Raúl. Enginn táningur hefur skorað fleiri mörk á einu Meistaradeildartímabili en Norðmaðurinn. Metið var sex mörk hjá þeim Mbappé og Raúl.4 - Erling Haaland is the fourth player in Champions League history to score in each of his first four appearances – the others are Zé Carlos (FC Porto, 1992/93), Alessandro Del Piero (Juventus, 1995) and Diego Costa (Atlético Madrid, 2013/14). Flames. pic.twitter.com/eZ85BM5zua — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019Erling Haaland makes history with his seventh UCL goal this season!pic.twitter.com/bVaUwqyJHo — ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2019 Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að verðmiðinn á Erling Braut Håland hækki með hverju marki hans í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu, bæði á Englandi og á Spáni, og það er ekkert skrýtið. Framganga hans á þessu tímabili lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið hjá þessum nítján ára strák. Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp að Red Bull Salzburg sé nú búið að setja hundrað milljón evra verðmiða á Håland. Samkvæmt fréttinni er búist við kapphlaupi um strákinn á milli Real Madrid og Manchester United.#Juve-#Haaland, il #Salisburgo vuole 100 milioni. E' asta con #Real e #Unitedhttps://t.co/HTJbgLGNHN — Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2019
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira