Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13