7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 18:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Alls verða framlög til ábyrgðarsjóðs launa aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW air.Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. Í greinargerð segir að frávikið, 1,6 prósenta aukning frá gildandi fjárlögum , sé rakin til fárra en stórra útgjaldaliða. Lúta þau að „breyttum hagrænum forsendum og áhrifum sem leiða af töpuðu dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis í almannatryggingakerfinu.“Fall WOW hefur áhrif Vegna breytinga á útgjaldaskuldbindingum meðal annars vegna atvinnuleysis og hærri fæðingarorlofsgreiðslna eru framlög í Ábyrgðarsjóð launa aukin um 7,6 milljarða króna. Atvinnuleysi stefni í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent árið 2018 sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. Greiðslur vegna fæðingarorlofs verði rúmlega 1,1 milljarði hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins en aukninguna má helst rekja til þess að hámarksgreiðslur hafi hækkað frá fyrra ári auk þess sem foreldrum sem taka fæðingarorlof hafi fjölgað umfram forsendur fjárlaga, sem og orlofsdögum.Dómur Landsréttar Aðra aukningu, 7,3 milljarðar króna, má rekja til útgjaldaaukningar vegna aldraðra og öryrkja. Vega þar þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljarðar króna. „Bætur voru skertar afturvirkt með lagabreytingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leiðrétta mistök sem voru gerð við breytingu á lögum um almannatryggingar árið áður og heimila áttu skerðingu á greiðslum til ellilífeyrisþega afturvirkt um tvo mánuði. Afturvirkni laganna var dæmd ólögmæt og Tryggingastofnun ríkisins gert að greiða til baka skerðinguna ásamt dráttarvöxtum. Alls fengu 29.000 einstaklingar leiðréttingu á greiðslum ellilífeyris fyrir janúar og febrúar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali,“ segir í greinagerðinni. Einnig er gert ráð fyrir tæplega 1,5 milljarða aukningu framlaga vegna halla sjúkratryggingaliða á yfirstandandi ári og 790 milljón króna framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Alls verða framlög til ábyrgðarsjóðs launa aukin um 7,6 milljarða króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum næsta árs. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og er það að stórum hluta rakið til falls WOW air.Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. Í greinargerð segir að frávikið, 1,6 prósenta aukning frá gildandi fjárlögum , sé rakin til fárra en stórra útgjaldaliða. Lúta þau að „breyttum hagrænum forsendum og áhrifum sem leiða af töpuðu dómsmáli og áliti umboðsmanns Alþingis í almannatryggingakerfinu.“Fall WOW hefur áhrif Vegna breytinga á útgjaldaskuldbindingum meðal annars vegna atvinnuleysis og hærri fæðingarorlofsgreiðslna eru framlög í Ábyrgðarsjóð launa aukin um 7,6 milljarða króna. Atvinnuleysi stefni í að verða 3,5 prósent á þessu ári samanborið við 2,4 prósent árið 2018 sem að miklu leyti megi rekja til falls WOW air fyrr á árinu. Greiðslur vegna fæðingarorlofs verði rúmlega 1,1 milljarði hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins en aukninguna má helst rekja til þess að hámarksgreiðslur hafi hækkað frá fyrra ári auk þess sem foreldrum sem taka fæðingarorlof hafi fjölgað umfram forsendur fjárlaga, sem og orlofsdögum.Dómur Landsréttar Aðra aukningu, 7,3 milljarðar króna, má rekja til útgjaldaaukningar vegna aldraðra og öryrkja. Vega þar þyngst einskiptisútgjöld vegna dóms Landsréttar um ólögmæti afturvirkrar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega vegna greiðslna úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Áætluð áhrif þessa dóms nema um 5,4 milljarðar króna. „Bætur voru skertar afturvirkt með lagabreytingu frá árinu 2017 þar sem verið var að leiðrétta mistök sem voru gerð við breytingu á lögum um almannatryggingar árið áður og heimila áttu skerðingu á greiðslum til ellilífeyrisþega afturvirkt um tvo mánuði. Afturvirkni laganna var dæmd ólögmæt og Tryggingastofnun ríkisins gert að greiða til baka skerðinguna ásamt dráttarvöxtum. Alls fengu 29.000 einstaklingar leiðréttingu á greiðslum ellilífeyris fyrir janúar og febrúar 2017, eða sem nemur um 190.000 kr. á hvern ellilífeyrisþega að meðaltali,“ segir í greinagerðinni. Einnig er gert ráð fyrir tæplega 1,5 milljarða aukningu framlaga vegna halla sjúkratryggingaliða á yfirstandandi ári og 790 milljón króna framlagi til samgöngumála vegna ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira