Gul viðvörun er í gildi um allt land á morgun og eru miklar líkur á því að ferðir Strætó á landsbyggðinni falli niður vegna veðurs eftir klukkan 11.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Eru allir farþegar hvattir til að fylgjast grannt með veðurspá og tilkynningum frá Stjórnstöð Strætó.
Er hægt að nálgast tilkynningar undir gjallarhorninu á heimasíðu Strætó eða inn á Twitter-síðu Strætó.
Strætóferðir á landsbyggðinni raskast á morgun vegna veðurs
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent



