Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 23:29 Pedro Sánchez er starfandi forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins. Getty Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira