Lítil stúlka í stað Krists Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. október 2019 08:00 Verk David Lang njóta vinsælda víða um heim. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bandaríska tónskáldið David Lang er komið hingað til lands í tilefni þess að tvö verk eftir Lang verða flutt af söngvurum og hljóðfæraleikurum á tónleikum í Fríkirkjunni á föstudag, 1. nóvember, klukkan 20.00. Verkin eru Little Match Girl Passion og Death Speaks. Að tónleikum loknum mun Helgi Rafn Ingvarsson ræða við tónskáldið. Lang er margverðlaunað tónskáld og hlaut Pulitzer-verðlaunin í tónlist árið 2008 fyrir Little Match Girl Passion og geisladiskur með upptöku á verkinu hlaut Grammy-verðlaun. Efniviðinn sótti Lang í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C. Andersen og Matteusarpassíu Johanns Sebastians Bach.Þjáningar barns „Bandaríkjamenn þekkja vel þessa sögu H.C. Andersen, sjálfur kynntist ég henni á barnsaldri,“ segir Lang. Forsaga verksins er sú að Carnegie Hall pantaði verk eftir Lang fyrir hinn fræga söngvara Paul Hillier. „Hillier hefur hljóðritað trúarlega klassíska tónlist um þjáningar Krists. Ég er ekki kristinn en mikill unnandi klassískrar tónlistar og Bach er uppáhalds tónskáldið mitt. Ég ákvað því að vinna með Matteusarpassíu hans. Þar er kjarninn sá að við eigum að skynja þjáningar Krists og breyta lífi okkar og verða betri manneskjur. Þetta er falleg hugmynd og ég hugsaði með mér að kannski væri hægt að ná fram sömu tilfinningu ef maður tæki Krist út og fjallaði um þjáningar einhverrar annarrar manneskju. Ég leitaði uppi sögur af þjáningum og dauðastríði fólks en ekkert gekk upp. Á síðustu stundu sagði konan mín: Hvað með litlu stúlkuna með eldspýturnar? Hún deyr hræðilegum dauðdaga. Ég prófaði það og það gekk upp. Þetta er mín tónlist en textinn er endurskrift mín á Bach-textanum og þýðing á sögu H. C. Andersen.“Pulitzer breytti ýmsu Seinna verkið sem flutt verður eftir Lang á tónleikunum er Death Speaks en þar talar dauðinn. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert hversu oft dauðinn er persóna í söngvum Franz Schubert og talar til manns. Í Dauðinn og stúlkan eftir Schubert syngur stúlkan um það hversu hrædd hún er við að deyja og Dauðinn segir: Vertu róleg, komdu með mér. Ég fór í gegnum öll lög Schuberts þar sem dauðinn kemur við sögu, safnaði þeim saman, þýddi og stytti eins og í Little Match Girl Passion.“ Aðspurður segir Lang að Pulitzer-verðlaunin hafi breytt mörgu í lífi hans. „Eins og allt tónlistarfólk vil ég vera tekinn alvarlega og njóta virðingar fyrir listsköpun. Þegar ég vann Pulitzer-verðlaunin varð ég allt í einu miðpunktur menningarlífsins og það hjálpaði mér mikið. Þetta var stórkostlegt.“ Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2015 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Youth þar sem Michael Caine, Harvey Keitel og Jane Fonda voru í aðalhlutverkum. Hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. „Þetta var brjálæði, algjör sirkus en frábært,“ segir hann. „Þegar maður er tilnefndur fara kvikmyndaverin í auglýsingaherferð til að hjálpa manni að vinna. Heil hótelhæð var pöntuð, í einu herbergi var Jane Fonda, í öðru Mchael Caine, leikstjórinn í enn öðru og svo ég í einu. Maður sat þarna og á hálftíma fresti kom fjölmiðlamaður inn og maður svaraði spurningum. Þetta stóð yfir í heila viku og var kostulegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bandaríska tónskáldið David Lang er komið hingað til lands í tilefni þess að tvö verk eftir Lang verða flutt af söngvurum og hljóðfæraleikurum á tónleikum í Fríkirkjunni á föstudag, 1. nóvember, klukkan 20.00. Verkin eru Little Match Girl Passion og Death Speaks. Að tónleikum loknum mun Helgi Rafn Ingvarsson ræða við tónskáldið. Lang er margverðlaunað tónskáld og hlaut Pulitzer-verðlaunin í tónlist árið 2008 fyrir Little Match Girl Passion og geisladiskur með upptöku á verkinu hlaut Grammy-verðlaun. Efniviðinn sótti Lang í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C. Andersen og Matteusarpassíu Johanns Sebastians Bach.Þjáningar barns „Bandaríkjamenn þekkja vel þessa sögu H.C. Andersen, sjálfur kynntist ég henni á barnsaldri,“ segir Lang. Forsaga verksins er sú að Carnegie Hall pantaði verk eftir Lang fyrir hinn fræga söngvara Paul Hillier. „Hillier hefur hljóðritað trúarlega klassíska tónlist um þjáningar Krists. Ég er ekki kristinn en mikill unnandi klassískrar tónlistar og Bach er uppáhalds tónskáldið mitt. Ég ákvað því að vinna með Matteusarpassíu hans. Þar er kjarninn sá að við eigum að skynja þjáningar Krists og breyta lífi okkar og verða betri manneskjur. Þetta er falleg hugmynd og ég hugsaði með mér að kannski væri hægt að ná fram sömu tilfinningu ef maður tæki Krist út og fjallaði um þjáningar einhverrar annarrar manneskju. Ég leitaði uppi sögur af þjáningum og dauðastríði fólks en ekkert gekk upp. Á síðustu stundu sagði konan mín: Hvað með litlu stúlkuna með eldspýturnar? Hún deyr hræðilegum dauðdaga. Ég prófaði það og það gekk upp. Þetta er mín tónlist en textinn er endurskrift mín á Bach-textanum og þýðing á sögu H. C. Andersen.“Pulitzer breytti ýmsu Seinna verkið sem flutt verður eftir Lang á tónleikunum er Death Speaks en þar talar dauðinn. „Mér hefur alltaf þótt áhugavert hversu oft dauðinn er persóna í söngvum Franz Schubert og talar til manns. Í Dauðinn og stúlkan eftir Schubert syngur stúlkan um það hversu hrædd hún er við að deyja og Dauðinn segir: Vertu róleg, komdu með mér. Ég fór í gegnum öll lög Schuberts þar sem dauðinn kemur við sögu, safnaði þeim saman, þýddi og stytti eins og í Little Match Girl Passion.“ Aðspurður segir Lang að Pulitzer-verðlaunin hafi breytt mörgu í lífi hans. „Eins og allt tónlistarfólk vil ég vera tekinn alvarlega og njóta virðingar fyrir listsköpun. Þegar ég vann Pulitzer-verðlaunin varð ég allt í einu miðpunktur menningarlífsins og það hjálpaði mér mikið. Þetta var stórkostlegt.“ Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2015 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Youth þar sem Michael Caine, Harvey Keitel og Jane Fonda voru í aðalhlutverkum. Hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. „Þetta var brjálæði, algjör sirkus en frábært,“ segir hann. „Þegar maður er tilnefndur fara kvikmyndaverin í auglýsingaherferð til að hjálpa manni að vinna. Heil hótelhæð var pöntuð, í einu herbergi var Jane Fonda, í öðru Mchael Caine, leikstjórinn í enn öðru og svo ég í einu. Maður sat þarna og á hálftíma fresti kom fjölmiðlamaður inn og maður svaraði spurningum. Þetta stóð yfir í heila viku og var kostulegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp